Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
banner
   fim 10. október 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Rúnar Már: Maður bjóst ekki við að þetta myndi gerast
Æskudraumur rættist hjá íslenska landsliðsmanninum Rúnari Má Sigurjónssyni á dögunum. Rúnar hefur verið harður stuðningsmaður Manchester United alla tíð og hann mætti liðinu í Evrópudeildinni á dögunum með liði sínu Astana.

„Þetta var eitthvað sem maður var ekki endilega að stefna að. Maður bjóst ekki við að þetta myndi gerast en þetta var draumi líkast og stórkostleg upplifun fyrir mig og fjölskylduna," sagði Rúnar en 40 vinir og fjölskyldumeðlimir hans mættu á leikinn á Old Trafford.

Astana tapaði 1-0 gegn Manchester United sem og 2-1 gegn Partizan Belgrad í síðustu viku en þar skoraði Rúnar mark Astana með glæsilegu langskoti. Með forkeppninni hefur Rúnar skorað fimm mörk í Evrópudeildinni á þessu tímabili.

„Mér hefur gengið vel í Evrópudeildinni. Liðið er oft stemmdara fyrir þeim leikjum. Það eru stærri leikir fyrir klúbbinn. Það er oft meira undir. Það var mjög svekkjandi að tapa gegn Partizan því ef við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli verðum við að vera sterkir heima," sagði Rúnar.

Hér að ofan má sjá nánara viðtal við Rúnar en þar ræðir hann meira um Manchester United og Evrópudeildina. Hér að neðan er viðtal við hann um landsleikinn gegn Frökkum á morgun.
Rúnar fær reglulega skilaboð frá Frökkum eftir tæklinguna á Mbappe
Athugasemdir