Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 10. október 2021 13:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki rétt fyrir Ísak að fara í U21 landsliðið
Icelandair
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson verður í banni gegn Liechtenstein á morgun og getur ekki tekið þátt í leiknum.

Ísak kom frábærlega inn í leikinn gegn Armeníu síðasta fötudag og varð þar yngsti leikmaður í sögunni til að skora fyrir íslenska landsliðið. Ísak er 18 ára.

U21 landsliðið á mikilvægan leik gegn Portúgal í undankeppni EM á þriðjudag. Hópurinn fyrir þann leik var tilkynntur í morgun.

Í síðasta landsliðsverkefni var Mikael Egill Ellertsson færður úr A-landsliðinu í U21 landsliðið. Kom ekki til greina að færa Ísak í U21 landsliðið að þessu sinni?

„Það kom til greina. Við ræddum það við Davíð Snorra (U21 landsliðsþjálfara). Við tókum þá ákvörðun að það væri ekki rétta skrefið fyrir Ísak akkúrat núna. Það hefði verið mjög gott fyrir U21 landsliðið, en ég taldi að það væri ekki rétt fyrir leikmanninn sjálfan. Stundum eru leikmenn komnir lengra en U21 liðið," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner