Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   lau 11. maí 2019 19:22
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þetta fór bara á tveimur mínútum
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar fengu Þór Akureyri í heimsókn á Njarðtaksvöllinn suður með sjó í dag. Það er ekki hægt að segja að sú heimsókn hafi endað vel fyrir Njarðvíkinga.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  2 Þór

„Bara svekkjandi að tapa fyrsta leik, okkur er búið að ganga ágætlega í bikarnum og svo á móti Þrótti um daginn, svekkjandi að vera bara að klikka á svona örfáum mínútum, þetta fór bara á tveimiur mínútum." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Njarðvíkingar sem fengu verðlaun síðasta sumar fyrir að vera prúðasta liðið í deildinni sýndu á sér nýjar hliðar í dag en þeir fengu að sjá gula spjaldið fljuga á loft alls 5 sinnum í dag.
„Við erum nátturlega að reyna vinna fótboltaleiki hvernig sem það gerist hvort það sé með háttvísi eða ekki, við vorum ekkert að brjóta illa á okkur við fengum bara nokkur gul spjöld á okkur en aðalega svekkjandi að tapa og henda þessu frá okkur undir lok fyrri hálfleiks 

Njarðvíkingar fengu til sín markvörð í vikunni þegar þeir fengu Jökul Blængsson á láni frá Fjölni en ásamt honum kom einnig Gísla Martin Sigurðsson á láni frá Breiðablik.
„Við fengum nátturlega bæði Gísla og Jökul til okkar og þeir koma til landsins núna eftir helgi og við eigum bara eftir að sjá stöðunna á þeim, fyrst og síðast stækkar þetta hópinn hjá okkur og styrkir liðið í heild sinni."  
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner