Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   lau 11. maí 2019 19:22
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þetta fór bara á tveimur mínútum
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar fengu Þór Akureyri í heimsókn á Njarðtaksvöllinn suður með sjó í dag. Það er ekki hægt að segja að sú heimsókn hafi endað vel fyrir Njarðvíkinga.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  2 Þór

„Bara svekkjandi að tapa fyrsta leik, okkur er búið að ganga ágætlega í bikarnum og svo á móti Þrótti um daginn, svekkjandi að vera bara að klikka á svona örfáum mínútum, þetta fór bara á tveimiur mínútum." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Njarðvíkingar sem fengu verðlaun síðasta sumar fyrir að vera prúðasta liðið í deildinni sýndu á sér nýjar hliðar í dag en þeir fengu að sjá gula spjaldið fljuga á loft alls 5 sinnum í dag.
„Við erum nátturlega að reyna vinna fótboltaleiki hvernig sem það gerist hvort það sé með háttvísi eða ekki, við vorum ekkert að brjóta illa á okkur við fengum bara nokkur gul spjöld á okkur en aðalega svekkjandi að tapa og henda þessu frá okkur undir lok fyrri hálfleiks 

Njarðvíkingar fengu til sín markvörð í vikunni þegar þeir fengu Jökul Blængsson á láni frá Fjölni en ásamt honum kom einnig Gísla Martin Sigurðsson á láni frá Breiðablik.
„Við fengum nátturlega bæði Gísla og Jökul til okkar og þeir koma til landsins núna eftir helgi og við eigum bara eftir að sjá stöðunna á þeim, fyrst og síðast stækkar þetta hópinn hjá okkur og styrkir liðið í heild sinni."  
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner