Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   lau 11. maí 2019 19:22
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þetta fór bara á tveimur mínútum
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar fengu Þór Akureyri í heimsókn á Njarðtaksvöllinn suður með sjó í dag. Það er ekki hægt að segja að sú heimsókn hafi endað vel fyrir Njarðvíkinga.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  2 Þór

„Bara svekkjandi að tapa fyrsta leik, okkur er búið að ganga ágætlega í bikarnum og svo á móti Þrótti um daginn, svekkjandi að vera bara að klikka á svona örfáum mínútum, þetta fór bara á tveimiur mínútum." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Njarðvíkingar sem fengu verðlaun síðasta sumar fyrir að vera prúðasta liðið í deildinni sýndu á sér nýjar hliðar í dag en þeir fengu að sjá gula spjaldið fljuga á loft alls 5 sinnum í dag.
„Við erum nátturlega að reyna vinna fótboltaleiki hvernig sem það gerist hvort það sé með háttvísi eða ekki, við vorum ekkert að brjóta illa á okkur við fengum bara nokkur gul spjöld á okkur en aðalega svekkjandi að tapa og henda þessu frá okkur undir lok fyrri hálfleiks 

Njarðvíkingar fengu til sín markvörð í vikunni þegar þeir fengu Jökul Blængsson á láni frá Fjölni en ásamt honum kom einnig Gísla Martin Sigurðsson á láni frá Breiðablik.
„Við fengum nátturlega bæði Gísla og Jökul til okkar og þeir koma til landsins núna eftir helgi og við eigum bara eftir að sjá stöðunna á þeim, fyrst og síðast stækkar þetta hópinn hjá okkur og styrkir liðið í heild sinni."  
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir