Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 11. maí 2019 19:22
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þetta fór bara á tveimur mínútum
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar fengu Þór Akureyri í heimsókn á Njarðtaksvöllinn suður með sjó í dag. Það er ekki hægt að segja að sú heimsókn hafi endað vel fyrir Njarðvíkinga.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  2 Þór

„Bara svekkjandi að tapa fyrsta leik, okkur er búið að ganga ágætlega í bikarnum og svo á móti Þrótti um daginn, svekkjandi að vera bara að klikka á svona örfáum mínútum, þetta fór bara á tveimiur mínútum." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Njarðvíkingar sem fengu verðlaun síðasta sumar fyrir að vera prúðasta liðið í deildinni sýndu á sér nýjar hliðar í dag en þeir fengu að sjá gula spjaldið fljuga á loft alls 5 sinnum í dag.
„Við erum nátturlega að reyna vinna fótboltaleiki hvernig sem það gerist hvort það sé með háttvísi eða ekki, við vorum ekkert að brjóta illa á okkur við fengum bara nokkur gul spjöld á okkur en aðalega svekkjandi að tapa og henda þessu frá okkur undir lok fyrri hálfleiks 

Njarðvíkingar fengu til sín markvörð í vikunni þegar þeir fengu Jökul Blængsson á láni frá Fjölni en ásamt honum kom einnig Gísla Martin Sigurðsson á láni frá Breiðablik.
„Við fengum nátturlega bæði Gísla og Jökul til okkar og þeir koma til landsins núna eftir helgi og við eigum bara eftir að sjá stöðunna á þeim, fyrst og síðast stækkar þetta hópinn hjá okkur og styrkir liðið í heild sinni."  
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner