Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   þri 11. maí 2021 20:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Boginn
Alfreð Elías: Ótrúlega skemmtilegt lið í making
Kvenaboltinn
Ákvað að nota tækifærið og nota þetta líka sem svona pepöpp ferð
Ákvað að nota tækifærið og nota þetta líka sem svona pepöpp ferð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég þakka dómarunum fyrir að leyfa mér að lifa mig inn í leikinn
Ég þakka dómarunum fyrir að leyfa mér að lifa mig inn í leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ótrúlega lukkulegur með þennan sigur, við áttum sennilega einn af verstu leikjum míns þjálfaraferils hér í fyrra. Við Óttar vorum duglir að minna á að það þarf dugnað og orku til að spila gegn Þór/KA," sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir sigur á Þór/KA í Boganum.

Selfoss leiddi 1-0 í leikhléi með marki frá Brennu Lovera og í seinni hálfleik skoraði Caity Heap annað mark liðsins.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Selfoss

Lið Selfoss kom til Akureyrar í gærkvöldi og var Alfreð spurður út í hugsunina á bakvið þá ákvörðun.

„Þetta blessaða covid hefur ekki verið að þjappa okkur vel saman, við höfum þurft að sleppa því að fara erlendis og annað slíkt. Þannig ég ákvað að nota tækifærið og nota þetta líka sem svona pepöpp ferð og koma hópnum saman, hafa gaman og það verður ennþá skemmtilegra á leiðinni til baka með þrjú stig í poka."

Hver var lykillinn að sigrinum?

„Í dag ætluðum við að hlaupa meira, alveg eins og við gerðum í Keflavík. Við vitum að við erum lið sem er fullt af gæðum. Ef Hólmfríður er ekki að skora eða leggja upp þá tekur Brenna við eða Caity. Eva Núra og Þóra eru svo frábærar á miðjunni. Það eru margir einstaklingar sem geta tekið þetta upp á sitt einsdæmi og ótrúlega skemmtilegt lið sem við erum með í making eins og þeir segja."

Hver er hugmyndin með að fá erlenda leikmenn eins og Caity og Brennu inn í hópinn? Er þetta rétta blandan sem þú ert kominn með þarna?

„Eftir tvo leiki já, þá er þetta rétta blandan. Mér finnst ótrúlega mikilvægt að þegar þú ert að fá erlenda leikmenn inn, þetta eru atvinnumenn, þeir eiga að gefa meira frá sér heldur en bara þrjú stig. Þeir eiga að gefa til yngri leikmanna hvernig þú átt að hugsa um þig, hvernig þú átt að spila fótbolta á æfingum. Einnig hvernig á að vera tilbúinn og klár í verkefnið. Við erum ánægðir að þær séu mjög professional í því fyrir utan að vera mjög góðar í fótbolta og henta okkur alveg ágætlega."

Alfreð var spurður út í köllin frá bekkjunum, slíkt heyrist vel inni í Boga.

„Ég var mjög ánægður með leikinn og hvernig hann var dæmdur. Ég þakka dómarunum fyrir að leyfa mér að lifa mig inn í leikinn. Ég var ekkert að segja neitt við Andra, Andri lifir sig alveg eins inn í þetta. Við viljum báðir vinna," sagði Alfreð.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner