
„Bæði er ég náttúrulega bara ánægður með að vera búin að ná í okkar fyrsta stig en um leið svekktur að hafa ekki nýtt eitthvað af þessum hálfsénsum sem við fengum í seinni hálfleik“ sagði Björn Sigurbjörnsson eftir 1-1 jafntefli gegn Val á Hlíðarenda í þriðju umferð Bestu deildarinnar.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 Selfoss
Selfyssingar fá Tindastól í heimsókn í næstu umferð en hvernig fer liðið inn í þann leik?
„Við förum bara með kassann út og höldum áfram. Við ætlum okkur náttúrulega bara þrjú stig þar og feta okkur aðeins upp töfluna.“ Eins og staðan er eftir þessar fyrstu þrjár umferðir situr Selfoss í 11. sæti deildarinnar með eitt stig. Aðeins FH eru fyrir neðan nær en það er einungis vegna verri markatölu.
Selfyssingar vildu fá víti í lok leiks þegar Málfríður Anna Eiríksdóttir virtist fá hann í hendina og aðspurður hvort að honum hefði fundist þetta vera víti sagði hann: „Ég veit það ekki. Ég heyrði bara kallað og ákvað að taka þátt í því en ég sá ekki alveg nákvæmlega.“
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.