Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   þri 11. júní 2019 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Einar: Það er fullt eftir í þessum hóp
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við gátum ekki fengið fleiri stig úr þessum leikjum," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, eftir 2-1 sigur gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í kvöld.

„Við erum virkilega ánægðir, stoltir af stuðningnum sem við fengum í kvöld og samvinnunni sem átti sér stað út á vellinum. Þetta var geggjað."

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Tyrkland

„Það var meðbyr með Tyrkjunum eftir fyrstu þrjá leikina. Þeir komu hingað fullir sjálfstraust. Við höfum tak á þeim og ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum þennan leik í kvöld."

„Vörnin og samvinnan baka til var frábær, 100% í kvöld. Við fengum á okkur leiðinlegt mark, við vorum aðeins sofandi á verðinum. Við vissum að við myndum skora úr föstu leikatriði."

„Auðvitað var síðasta ár ekkert frábært og við vissum það sjálfir. Sumir voru kannski búnir að afskrifa okkur. Það er fullt eftir í þessum hóp og við sönnuðum það í þessum tveimur leikjum. Við vitum hvað þarf til þess að vinna leiki."

„Maður sér umræðuna og tekur eftir henni, en þetta er ekki eitthvað sem fer í taugarnar á mér. Þegar úrslitin eru ekki okkur í hag eigum við skilið gagnrýni eins og hrósið þegar okkur gengur vel. Það er partur af því að vera í fótbolta og partur af því að vera lið. Það góða við þennan hóp er að við vinnum sem lið og töpum lið," sagði fyrirliðinn.


Athugasemdir
banner
banner