Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
Ingibjörg: Ekkert skemmtilegra en að spila með henni
Guðrún létt: Ég verð að fara að drullast til að skora
Fannst misskilningurinn fyndinn - „Aldrei rétt þegar ég er þjálfarinn"
Glódís: Gæti talið upp nokkrar sem mér finnst betri
Mikill heiður að fara í íslensku treyjuna - „Upplifir ekki svona á öðrum stað"
Sveindís fór yfir sigurmarkið: Svo kemur ein fljúgandi á móti mér
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Kjartan Henry: Leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
   þri 11. júní 2024 23:34
Sölvi Haraldsson
Perry Mclachlan: Betra liðið vann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Betra liðið vann. Við sýndum Þrótti kannski of mikla virðingu en við áttum samt nokkrar góðar rispur í kvöld.“ sagði Perry Mclachlan, þjálfari Aftureldingar, eftir 4-1 tap gegn Bestu deildarliði Þróttar í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  4 Þróttur R.

Þróttur fékk afar umdeilda vítaspyrnu í miðjum fyrri hálfleik. En það vakti athygli að sami dómari og dæmdi leikinn í dag dæmdi leik Aftureldingar gegn Gróttu þar sem hann dæmdi mjög umdeilda vítaspyrnu sem Grótta fékk í stöðunni 1-0 fyrir Aftureldingu og korter eftir af leiknum.

Ég þarf að sjá þetta aftur. Mig langar ekki að ræða um dómara, þeir eru svo verndaðir og það borgar sig ekkert. Hvað sem ég segi er hættulegt. Ég þarf að sjá þetta aftur. Við þurfum líka oftar að hugsa um okkar sjálf en ekki dómarana.“

Perry er mjög ánægður með að hafa náð í 8-liða úrslitin en hann segir að öll einbeiting Aftureldingar fari núna á deildina.

Bikarinn er skemmtilegur. Það er ekkert forgangsmál fyrir okkur sem Lengjudeildarlið að ná langt í honum. Því lengra sem þú ferð því skemmtilegra það er. Þetta er skemmtilegt. En núna getum við einbeitt okkur að deildinni sem skiptir okkur máli í ár.“

Afturelding trónar á toppnum í Lengjudeildinni en þær eiga Selfoss næst á útivelli.

Við tökum bara einn leik í einu. Við horfum alltaf á næsta leik sem er Selfoss á útivelli. Við förum í þann leik tilbúnar með leikskipulag. Selfoss er gott og skipulagt lið sem verður erfitt að vinna.“

Viðtalið við Perry má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner