Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fim 11. júlí 2019 22:49
Jóhann Óli Eiðsson
Haraldur: Frábært hjá KSÍ að gefa frí
Haraldur Björnsson skilaði góðu dagsverki.
Haraldur Björnsson skilaði góðu dagsverki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var klárlega okkar plan að halda hreinu og reyna að skora. Við skoruðum tvö í dag en fengum þetta mark á okkur. Svo þetta er súrsæt tilfinning,“ sagði Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, eftir 2-1 sigur á mót Levadia Tallinn í Garðabæ.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Levadia

Á köflum einkenndi mikil harka leikinn í dag og dómari leiksins sleppti því oft að flauta. Það fór í taugarnar á þjálfara liðsins og einhverjum leikmönnum en ekki Haraldi.

„Mér fannst hann mjög góður fyrir utan þetta hendi, víti, rautt í fyrri hálfleik. Það er fínt að láta leikinn fljóta í stað flautukonserts. Fótbolti er skemmtilegri þannig og óþolandi þegar leikurinn er stöðvaður í tíma og ótíma út af smábrotum,“ segir Haraldur.

Það var örlítill skjálfti í Stjörnunni fyrstu tíu mínúturnar en eftir það var liðið búið að stilla saman strengi sína. Markvörðurinn segir það eðlilegt enda liðið að mæta nýjum leikmönnum meðan hér heima þekki allir alla. Framundan er síðan flug til Eistlands á mánudag.

„KSÍ gerir þetta mjög vel að hleypa liðunum í Evrópukeppni í helgarfrí. Þau spila aðeins fyrr og fá því vikuna til að undirbúa sig. Það er frábært.“
Athugasemdir
banner