Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
banner
   fim 11. júlí 2019 22:49
Jóhann Óli Eiðsson
Haraldur: Frábært hjá KSÍ að gefa frí
Haraldur Björnsson skilaði góðu dagsverki.
Haraldur Björnsson skilaði góðu dagsverki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var klárlega okkar plan að halda hreinu og reyna að skora. Við skoruðum tvö í dag en fengum þetta mark á okkur. Svo þetta er súrsæt tilfinning,“ sagði Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, eftir 2-1 sigur á mót Levadia Tallinn í Garðabæ.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Levadia

Á köflum einkenndi mikil harka leikinn í dag og dómari leiksins sleppti því oft að flauta. Það fór í taugarnar á þjálfara liðsins og einhverjum leikmönnum en ekki Haraldi.

„Mér fannst hann mjög góður fyrir utan þetta hendi, víti, rautt í fyrri hálfleik. Það er fínt að láta leikinn fljóta í stað flautukonserts. Fótbolti er skemmtilegri þannig og óþolandi þegar leikurinn er stöðvaður í tíma og ótíma út af smábrotum,“ segir Haraldur.

Það var örlítill skjálfti í Stjörnunni fyrstu tíu mínúturnar en eftir það var liðið búið að stilla saman strengi sína. Markvörðurinn segir það eðlilegt enda liðið að mæta nýjum leikmönnum meðan hér heima þekki allir alla. Framundan er síðan flug til Eistlands á mánudag.

„KSÍ gerir þetta mjög vel að hleypa liðunum í Evrópukeppni í helgarfrí. Þau spila aðeins fyrr og fá því vikuna til að undirbúa sig. Það er frábært.“
Athugasemdir
banner
banner