Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 11. júlí 2019 22:49
Jóhann Óli Eiðsson
Haraldur: Frábært hjá KSÍ að gefa frí
Haraldur Björnsson skilaði góðu dagsverki.
Haraldur Björnsson skilaði góðu dagsverki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var klárlega okkar plan að halda hreinu og reyna að skora. Við skoruðum tvö í dag en fengum þetta mark á okkur. Svo þetta er súrsæt tilfinning,“ sagði Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, eftir 2-1 sigur á mót Levadia Tallinn í Garðabæ.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Levadia

Á köflum einkenndi mikil harka leikinn í dag og dómari leiksins sleppti því oft að flauta. Það fór í taugarnar á þjálfara liðsins og einhverjum leikmönnum en ekki Haraldi.

„Mér fannst hann mjög góður fyrir utan þetta hendi, víti, rautt í fyrri hálfleik. Það er fínt að láta leikinn fljóta í stað flautukonserts. Fótbolti er skemmtilegri þannig og óþolandi þegar leikurinn er stöðvaður í tíma og ótíma út af smábrotum,“ segir Haraldur.

Það var örlítill skjálfti í Stjörnunni fyrstu tíu mínúturnar en eftir það var liðið búið að stilla saman strengi sína. Markvörðurinn segir það eðlilegt enda liðið að mæta nýjum leikmönnum meðan hér heima þekki allir alla. Framundan er síðan flug til Eistlands á mánudag.

„KSÍ gerir þetta mjög vel að hleypa liðunum í Evrópukeppni í helgarfrí. Þau spila aðeins fyrr og fá því vikuna til að undirbúa sig. Það er frábært.“
Athugasemdir