Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Stígur Diljan Þórðarson úr tveimur félögum að velja þegar hann ákveður hvaða skref hann á að taka næst á ferlinum.
Hann gekk í raðir portúgalska stórliðsins Benfica árið 2022 og er hann á förum frá félaginu. Hann er með tvö samningstilboð á borðinu og er í báðum tilfellum um Íslendingafélög að ræða.
Hann gekk í raðir portúgalska stórliðsins Benfica árið 2022 og er hann á förum frá félaginu. Hann er með tvö samningstilboð á borðinu og er í báðum tilfellum um Íslendingafélög að ræða.
Lyngy í Danmörku hefur boðið honum samning en þar eru á mála A-landsliðsmennirnir Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon. Þá er jafnaldri Stígs, Þorri Stefán Þorbjörnsson, samningsbundinn Lyngby en er á láni hjá Fram.
Hitt félagið er frá Ítalíu og er í C-deildinni þar í landi. Triestina hefur boðið Stíg samning og ef hann samþykkir það tilboð verður hann liðsfélagi U21 landsliðsmannsins Kristófers Jónssonar.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net sýndu stærri félög frá bæði Belgíu og Hollandi áhuga en þar var ekki skýrt hvort hann yrði strax hluti af aðalliðinu, sem er það sem Stígur vill. Framtíð Stígs verður ljós á næstu dögum.
Framherjinn er fæddur árið 2006 og á að baki þrettán leiki fyrir unglingalandsliðin.
Athugasemdir