Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 11. október 2018 22:30
Daníel Rúnarsson
Gylfi: Hefði ekki nennt að elta Mbappe niður hliðarlínuna
Þjóðadeildin skiptir ekki öllu máli
Icelandair
Gylfi í leiknum í kvöld.
Gylfi í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 80 mínúturnar í vináttulandsleiknum gegn Frakklandi fyrr í kvöld og er ánægður með frammistöðu liðsins.

Lestu um leikinn: Frakkland 2 -  2 Ísland

Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason komu báðir aftur inn í liðið eftir meiðsli og finnst Gylfa ánægjulegt og mikilvægt að fá þá aftur inn í hópinn.

„Þetta var fínasta frammistaða en þetta var æfingaleikur og maður fann að tempóið var minna en venjulega. Það er gríðarlega gott að hafa haldið þeim í skefjum í 80 mínútur en mjög svekkjandi að fá þessi mörk á sig í lokin," sagði Gylfi sallarólegur við Fótbolta.net að leikslokum.

Það ætlaði allt að sjóða uppúr undir lok leiksins þegar Rúnar Már Sigurjónsson braut á Kylian Mbappe við hliðarlínuna og vakti mikla reiði heimamanna.

„Rúnar var aðeins of seinn í Mbappe. Auðvitað hefði hann stungið af hefði Rúnar leyft honum að fara, þannig ég skil hann alveg. Ég hefði sjálfur ekki nennt að elta hann niður hliðarlínuna.

„En auðvitað var hann aðeins of seinn og þetta gerist rétt fyrir framan bekkinn hjá þeim þannig þeir voru ekkert sáttir."


Gylfi telur landsliðið vera gírað upp fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni og segir andrúmsloftið í hópnum hafa verið gott þrátt fyrir slaka frammistöðu í síðustu leikjum.

„Við vitum alveg að Þjóðadeildin skiptir ekkert öllu máli fyrir okkur. Við ætlum á EM 2020 og það er riðlakeppnin sem skiptir öllu máli."
Athugasemdir
banner
banner