Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
   fim 11. október 2018 22:30
Daníel Rúnarsson
Gylfi: Hefði ekki nennt að elta Mbappe niður hliðarlínuna
Þjóðadeildin skiptir ekki öllu máli
Icelandair
Gylfi í leiknum í kvöld.
Gylfi í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 80 mínúturnar í vináttulandsleiknum gegn Frakklandi fyrr í kvöld og er ánægður með frammistöðu liðsins.

Lestu um leikinn: Frakkland 2 -  2 Ísland

Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason komu báðir aftur inn í liðið eftir meiðsli og finnst Gylfa ánægjulegt og mikilvægt að fá þá aftur inn í hópinn.

„Þetta var fínasta frammistaða en þetta var æfingaleikur og maður fann að tempóið var minna en venjulega. Það er gríðarlega gott að hafa haldið þeim í skefjum í 80 mínútur en mjög svekkjandi að fá þessi mörk á sig í lokin," sagði Gylfi sallarólegur við Fótbolta.net að leikslokum.

Það ætlaði allt að sjóða uppúr undir lok leiksins þegar Rúnar Már Sigurjónsson braut á Kylian Mbappe við hliðarlínuna og vakti mikla reiði heimamanna.

„Rúnar var aðeins of seinn í Mbappe. Auðvitað hefði hann stungið af hefði Rúnar leyft honum að fara, þannig ég skil hann alveg. Ég hefði sjálfur ekki nennt að elta hann niður hliðarlínuna.

„En auðvitað var hann aðeins of seinn og þetta gerist rétt fyrir framan bekkinn hjá þeim þannig þeir voru ekkert sáttir."


Gylfi telur landsliðið vera gírað upp fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni og segir andrúmsloftið í hópnum hafa verið gott þrátt fyrir slaka frammistöðu í síðustu leikjum.

„Við vitum alveg að Þjóðadeildin skiptir ekkert öllu máli fyrir okkur. Við ætlum á EM 2020 og það er riðlakeppnin sem skiptir öllu máli."
Athugasemdir
banner