Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   fös 11. október 2019 22:19
Arnar Helgi Magnússon
Hannes Þór: Búum til úrslitaleik í Tyrklandi
Icelandair
Hannes ræðir við Ragga í kvöld.
Hannes ræðir við Ragga í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson átti flottan dag í marki Íslands þegar heimsmeistarar Frakka komu í heimsókn á Laugardalsvöll í kvöld.

Olivier Giroud skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu en Hannes skutlaði sér í vitlaust horn.

„Ég er sáttur með frammistöðuna en grútsvekktur með úrslitin."

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Frakkland

„Varnarlega var þetta að halda mjög vel og alveg fram að vítaspyrnunni. Þeir fá engin færi í fyrri hálfleik og ekki fram að þessu víti. Mér fannst þessi leikur vera að þróast eins og þegar við höfum verið að vinna þessar stóru þjóðir á Laugardalsvelli."

„Það var góður neisti og kraftur í okkur þó svo að við höfum ekki verið að skapa okkur mikið. Við vorum að fá sénsa og hálfsénsa. Hlutirnir verða aðeins að falla með manni ef maður ætlar að vinna heimsmeistarana og því miður gerðu þeir það ekki."

Ísland leikur gegn Andorra hér á Laugardalsvelli á mánudagskvöld. Þrír leikir eru eftir í riðlinum.

„Ef að Frakkarnir vinna sinn leik gegn Tyrkjum þá búum við til úrslitaleik í Tyrklandi með því að vinna Andorra. Við þurfum að vinna á mánudag og fara svo að gíra okkur upp í svakalegan slag í nóvember, við höfum unnið þar áður," sagði Hannes að lokum.
Athugasemdir
banner