Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   fös 11. október 2019 22:19
Arnar Helgi Magnússon
Hannes Þór: Búum til úrslitaleik í Tyrklandi
Icelandair
Hannes ræðir við Ragga í kvöld.
Hannes ræðir við Ragga í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson átti flottan dag í marki Íslands þegar heimsmeistarar Frakka komu í heimsókn á Laugardalsvöll í kvöld.

Olivier Giroud skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu en Hannes skutlaði sér í vitlaust horn.

„Ég er sáttur með frammistöðuna en grútsvekktur með úrslitin."

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Frakkland

„Varnarlega var þetta að halda mjög vel og alveg fram að vítaspyrnunni. Þeir fá engin færi í fyrri hálfleik og ekki fram að þessu víti. Mér fannst þessi leikur vera að þróast eins og þegar við höfum verið að vinna þessar stóru þjóðir á Laugardalsvelli."

„Það var góður neisti og kraftur í okkur þó svo að við höfum ekki verið að skapa okkur mikið. Við vorum að fá sénsa og hálfsénsa. Hlutirnir verða aðeins að falla með manni ef maður ætlar að vinna heimsmeistarana og því miður gerðu þeir það ekki."

Ísland leikur gegn Andorra hér á Laugardalsvelli á mánudagskvöld. Þrír leikir eru eftir í riðlinum.

„Ef að Frakkarnir vinna sinn leik gegn Tyrkjum þá búum við til úrslitaleik í Tyrklandi með því að vinna Andorra. Við þurfum að vinna á mánudag og fara svo að gíra okkur upp í svakalegan slag í nóvember, við höfum unnið þar áður," sagði Hannes að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner