Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. október 2021 21:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Smári: Þetta var fallegt augnablik
Icelandair
Bræðurnir fagna markinu.
Bræðurnir fagna markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari, fylgdist með því frá hliðarlínunni þegar tveir synir hans komu að fjórða marki Íslands í 4-0 sigri á Liechtenstein í undankeppni HM.

Sveinn Aron lagði upp fyrir yngri bróður sinn, Andra Lucas. Eiður, sem er einn besti fótboltamaður sem Ísland hefur átt, ræddi við RÚV eftir leik.

„Þetta var fallegt augnablik. Þegar ég er að þjálfa, þá er þetta bara tveir af þremur framherjum okkar. En þetta var virkilega vel útfært mark," sagði Eiður.

„Auðvitað er þetta smá auka fyrir okkur fjölskylduna en fyrir okkur þjálfarana var þetta vel útfært mark. Þetta var frábært augnablik."

„Það var margt í seinni hálfleiknum sem við vorum ekki nægilega sáttur við hvað varðar spilamennsku og einbeitingu."

Eiður var ánægður með stuðninginn úr stúkunni. „Það var æðislegt að sjá fólk skemmta sér í stúkunni. Það hefur verið smástund síðan síðast. Auðvitað var þetta skyldusigur, en það þarf samt að spila leikinn. Við vorum ánægðir með fyrri hálfleikinn en á köflum í seinni hálfleik datt einbeitingin niður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner