Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 12. mars 2020 11:24
Magnús Már Einarsson
Norðmenn banna fótboltaæfingar út apríl
Mynd: Getty Images
Norska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að allar fótboltaæfingar yngri flokka verði bannaðar í landinu út apríl.

Þetta er gert til þess að minnka smithættu vegna kórónuveirunnar.

Norska knattspyrnusambandið tók þessa ákvörðun eftir leiðbeiningar frá heilbrigðisyfirvöldum í gær.

370 þúsund iðkendur eru skráðir hjá norska knattspyrnusambandinu en þeir taka nú langt frí frá æfingum.

Síðar í dag verður tekin ákvörðun hvað verður gert með keppni í efstu deildum í meistaraflokki í Noregi en þar á mótið að hefjast í byrjun apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner