Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   fim 12. maí 2022 22:42
Jón Már Ferro
Sigurvin Ólafsson: Þetta gæti verið sama viðtal og í síðasta leik
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Einfaldasta útgáfan er náttúrulega að fá ekki á sig tvö mörk og byrja leikinn með bakið upp við vegg," sagði Sigurvin Ólafs, þjálfari KV um hvað þyrfti að bæta í leik sinna manna eftir 1-3 tap á móti HK á Auto Park í kvöld.


Lestu um leikinn: KV 1 -  3 HK

Þetta gæti verið sama viðtal og í síðasta leik, þetta er eiginlega bara nákvæmlega eins," bætti Sigurvin við. 

Sigurvin er á því að þeir geti og þurfi að bæta sinn leik. 

Já augljóslega. Við hljótum að geta gert þetta bara aðeins betur, það er augljóst bara á úrslitunum í leiknum og þeir fengu alveg færi til að skora jafnvel meira á þeirra besta kafla í fyrri hálfleik. Við fórum ágætlega yfir það í hálfleik að, rífa okkur aðeins upp, hrista af okkur slenið, vera aðeins stærri og gera okkur gildari," sagði Sigurvin.

Um leikstíl sinna mann og hvort þeir ætli eitthvað að breyta um leikplan sagði Sigurvin að svo væri ekki.

Nei, nei maður þarf auðvitað að vera raunsær og sjá bara hvað er hægt. Það er ekkert mál að segjast ætla spila þríhyrninga út um allan völl en að gera það er svo erfiðara. Sérstaklega á móti þessum sterku andstæðingum sem eru í þessari deild. Ég tala nú ekki um í þessum fyrstu tveimur umferðum, en alltaf koma kaflar þar sem við náum að láta okkar spilamennsku skýna. Náum því á stórum köflum í síðasta leik og í dag líka. Þannig að við náum að búa til leik í hálfa mínútu eitthvað svoleiðis í kvöld," sagði Sigurvin.


Athugasemdir
banner
banner