Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fim 12. maí 2022 22:42
Jón Már Ferro
Sigurvin Ólafsson: Þetta gæti verið sama viðtal og í síðasta leik
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Einfaldasta útgáfan er náttúrulega að fá ekki á sig tvö mörk og byrja leikinn með bakið upp við vegg," sagði Sigurvin Ólafs, þjálfari KV um hvað þyrfti að bæta í leik sinna manna eftir 1-3 tap á móti HK á Auto Park í kvöld.


Lestu um leikinn: KV 1 -  3 HK

Þetta gæti verið sama viðtal og í síðasta leik, þetta er eiginlega bara nákvæmlega eins," bætti Sigurvin við. 

Sigurvin er á því að þeir geti og þurfi að bæta sinn leik. 

Já augljóslega. Við hljótum að geta gert þetta bara aðeins betur, það er augljóst bara á úrslitunum í leiknum og þeir fengu alveg færi til að skora jafnvel meira á þeirra besta kafla í fyrri hálfleik. Við fórum ágætlega yfir það í hálfleik að, rífa okkur aðeins upp, hrista af okkur slenið, vera aðeins stærri og gera okkur gildari," sagði Sigurvin.

Um leikstíl sinna mann og hvort þeir ætli eitthvað að breyta um leikplan sagði Sigurvin að svo væri ekki.

Nei, nei maður þarf auðvitað að vera raunsær og sjá bara hvað er hægt. Það er ekkert mál að segjast ætla spila þríhyrninga út um allan völl en að gera það er svo erfiðara. Sérstaklega á móti þessum sterku andstæðingum sem eru í þessari deild. Ég tala nú ekki um í þessum fyrstu tveimur umferðum, en alltaf koma kaflar þar sem við náum að láta okkar spilamennsku skýna. Náum því á stórum köflum í síðasta leik og í dag líka. Þannig að við náum að búa til leik í hálfa mínútu eitthvað svoleiðis í kvöld," sagði Sigurvin.


Athugasemdir
banner
banner