Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mið 12. júní 2019 15:27
Elvar Geir Magnússon
Burstamaðurinn biðst afsökunar - Vill að hótanirnar hætti
Corentin Siamang baðst afsökunar, klæddur í tyrkneska landsliðsbúninginn.
Corentin Siamang baðst afsökunar, klæddur í tyrkneska landsliðsbúninginn.
Mynd: Skjáskot
Belginn Corentin Siamang hefur stigið fram, bæði í fréttainnslagi sem sjá má hér að neðan og í myndbandi á Youtube þar sem hann er klæddur í tyrknesku landsliðstreyjunni.

Siamang er „burstamaðurinn" frægi, einstaklingurinn í Leifsstöð sem þóttist taka viðtal við fyrirliða Tyrkja og beindi að honum þvottabursta. Tyrkir litu á þetta sem mikla móðgun en fyrst héldu þeir að um Íslending væri að ræða.

Siamang og hans vinir og fjölskylda hafa fengið hótanir frá Tyrkjum í gegnum samfélagsmiðla og Facebook-síða hans var hökkuð.

Siamang segir að burstinn hafi alls ekki verið meintur sem móðgun, hann átti að vera notaður sem hljóðnemi í gríni.

„Ég er alls enginn rasisti. Ég hef orðið fyrir ásóknum og fengið ljótar hótanir. Þetta hefur ekki bara áhrif á mig heldur líka fólk sem er náið mér. Ég óska þess að þetta hætti," segir Siamang.

„Ég vildi alls ekki særa neinn eða meiða. Þetta átti að vera húmor."



Athugasemdir