Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 12. júní 2021 14:46
Victor Pálsson
Mourinho vill ekki sjá 'týndan' Rashford í þessari stöðu
Mynd: EPA
Marcus Rashford ætti ekki að leysa stöðu hægri vængmanns hjá enska landsliðinu á EM í sumar.

Þetta segir Jose Mourinho, fyrrum stjóri Rashford hjá Manchester United, en hann á erfitt með að finna pláss fyrir sóknarmanninn í liðinu.

Rashford getur leyst flestar stöður í fremstu víglínu en líklegast er að hann yrði notaður hægra megin.

Að sögn Mourinho væru það mistök hjá Gareth Southgate en Mourinho segir Rashford týndan í þessu hlutverki.

„Harry Kane er ósnertanlegur, Jack Grealish er ósnertanlegur og hans besta staða er vinstra megin,"sagði Mourinho.

„Að mínu mati þá getur Rashford aðeins spilað vinstra megin. Þegar hann spilar hægra megin þá er hann algjörlega týndur."

„Hann er mjög góður í að ráðast á svæði vinstra megin en að mínu mati er Grealish framúrskarandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner