Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fös 12. ágúst 2022 22:45
Mist Rúnarsdóttir
Elísa: Ég veit ekki einu sinni hvenær bikarúrslitaleikurinn er
Kvenaboltinn
Elísa og Valskonur eru á leið í langþráðan bikarúrslitaleik
Elísa og Valskonur eru á leið í langþráðan bikarúrslitaleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, var stolt af liðinu sínu eftir 3-1 útisigur á Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

„Við eigum þetta svo skilið eftir frammistöðu kvöldsins. Ég er svo stolt af liðinu og að vera komin á þennan stað. Ég get ekki beðið eftir að mæta á Laugardalsvöll,“ sagði fyrirliðinn í samtali við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Valur

Valur og Stjarnan mættust fyrir stuttu í deildinni og sá leikur var jafn og spennandi. Leikurinn í kvöld varð það hinsvegar aldrei því Valskonur höfðu mikla yfirburði strax frá byrjun. Elísa sagði þó að Valsliðið hefði engu breytt í nálgun sinni fyrir leikinn í kvöld.

„Við héldum bara í okkar gildi og ákváðum að mæta í leikinn frá fyrstu mínútu. Ég held að það hafi kannski skorið á milli. Við náðum að setja mark á þær snemma. Það er oft erfitt að bíða eftir marki og þá á maður alltaf á hættu að fá eitt í andlitið á móti. En að hafa náð að setja hann svona snemma og hvað þá þrjú í fyrri hálfleik, það drap leikinn svolítið að mínu mati.“

Valskonur geta ekki leyft sér að fagna of kröftuglega í kvöld þar sem Meistaradeildin er handan við hornið og Valskonur leggja í hann strax aðfaranótt mánudags. Þær verða því að setja bikarkeppnina til hliðar, rétt eins og Íslandsmótið þar sem þær leiða. Elísa segir það ekkert truflandi að hoppa á milli ólíkra verkefna.

„Það hefur verið svolítið þannig í sumar. Við erum svolítið að taka, þessi gamla góða klisja, einn leik í einu. Það hentar okkur vel og við erum ekkert að fara fram úr okkur og hugsa of langt fram í tímann. Það er ofboðslega spennandi verkefni sem bíður okkar og við ætlum að standa okkur vel þar,“ sagði Elísa og bætti við: „Ég veit ekki einu sinni hvenær bikarúrslitaleikurinn er. Við erum ennþá inni í öllum keppnum og það eru forréttindi að vera að berjast um titla allsstaðar. Við erum forréttindapésar.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Elísu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner