Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   fös 12. ágúst 2022 22:45
Mist Rúnarsdóttir
Elísa: Ég veit ekki einu sinni hvenær bikarúrslitaleikurinn er
Kvenaboltinn
Elísa og Valskonur eru á leið í langþráðan bikarúrslitaleik
Elísa og Valskonur eru á leið í langþráðan bikarúrslitaleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, var stolt af liðinu sínu eftir 3-1 útisigur á Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

„Við eigum þetta svo skilið eftir frammistöðu kvöldsins. Ég er svo stolt af liðinu og að vera komin á þennan stað. Ég get ekki beðið eftir að mæta á Laugardalsvöll,“ sagði fyrirliðinn í samtali við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Valur

Valur og Stjarnan mættust fyrir stuttu í deildinni og sá leikur var jafn og spennandi. Leikurinn í kvöld varð það hinsvegar aldrei því Valskonur höfðu mikla yfirburði strax frá byrjun. Elísa sagði þó að Valsliðið hefði engu breytt í nálgun sinni fyrir leikinn í kvöld.

„Við héldum bara í okkar gildi og ákváðum að mæta í leikinn frá fyrstu mínútu. Ég held að það hafi kannski skorið á milli. Við náðum að setja mark á þær snemma. Það er oft erfitt að bíða eftir marki og þá á maður alltaf á hættu að fá eitt í andlitið á móti. En að hafa náð að setja hann svona snemma og hvað þá þrjú í fyrri hálfleik, það drap leikinn svolítið að mínu mati.“

Valskonur geta ekki leyft sér að fagna of kröftuglega í kvöld þar sem Meistaradeildin er handan við hornið og Valskonur leggja í hann strax aðfaranótt mánudags. Þær verða því að setja bikarkeppnina til hliðar, rétt eins og Íslandsmótið þar sem þær leiða. Elísa segir það ekkert truflandi að hoppa á milli ólíkra verkefna.

„Það hefur verið svolítið þannig í sumar. Við erum svolítið að taka, þessi gamla góða klisja, einn leik í einu. Það hentar okkur vel og við erum ekkert að fara fram úr okkur og hugsa of langt fram í tímann. Það er ofboðslega spennandi verkefni sem bíður okkar og við ætlum að standa okkur vel þar,“ sagði Elísa og bætti við: „Ég veit ekki einu sinni hvenær bikarúrslitaleikurinn er. Við erum ennþá inni í öllum keppnum og það eru forréttindi að vera að berjast um titla allsstaðar. Við erum forréttindapésar.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Elísu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner