Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fös 12. ágúst 2022 22:45
Mist Rúnarsdóttir
Elísa: Ég veit ekki einu sinni hvenær bikarúrslitaleikurinn er
Elísa og Valskonur eru á leið í langþráðan bikarúrslitaleik
Elísa og Valskonur eru á leið í langþráðan bikarúrslitaleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, var stolt af liðinu sínu eftir 3-1 útisigur á Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

„Við eigum þetta svo skilið eftir frammistöðu kvöldsins. Ég er svo stolt af liðinu og að vera komin á þennan stað. Ég get ekki beðið eftir að mæta á Laugardalsvöll,“ sagði fyrirliðinn í samtali við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Valur

Valur og Stjarnan mættust fyrir stuttu í deildinni og sá leikur var jafn og spennandi. Leikurinn í kvöld varð það hinsvegar aldrei því Valskonur höfðu mikla yfirburði strax frá byrjun. Elísa sagði þó að Valsliðið hefði engu breytt í nálgun sinni fyrir leikinn í kvöld.

„Við héldum bara í okkar gildi og ákváðum að mæta í leikinn frá fyrstu mínútu. Ég held að það hafi kannski skorið á milli. Við náðum að setja mark á þær snemma. Það er oft erfitt að bíða eftir marki og þá á maður alltaf á hættu að fá eitt í andlitið á móti. En að hafa náð að setja hann svona snemma og hvað þá þrjú í fyrri hálfleik, það drap leikinn svolítið að mínu mati.“

Valskonur geta ekki leyft sér að fagna of kröftuglega í kvöld þar sem Meistaradeildin er handan við hornið og Valskonur leggja í hann strax aðfaranótt mánudags. Þær verða því að setja bikarkeppnina til hliðar, rétt eins og Íslandsmótið þar sem þær leiða. Elísa segir það ekkert truflandi að hoppa á milli ólíkra verkefna.

„Það hefur verið svolítið þannig í sumar. Við erum svolítið að taka, þessi gamla góða klisja, einn leik í einu. Það hentar okkur vel og við erum ekkert að fara fram úr okkur og hugsa of langt fram í tímann. Það er ofboðslega spennandi verkefni sem bíður okkar og við ætlum að standa okkur vel þar,“ sagði Elísa og bætti við: „Ég veit ekki einu sinni hvenær bikarúrslitaleikurinn er. Við erum ennþá inni í öllum keppnum og það eru forréttindi að vera að berjast um titla allsstaðar. Við erum forréttindapésar.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Elísu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner