Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mán 12. ágúst 2024 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sterling má fara ef Felix snýr aftur
Mynd: EPA
Það er mikið um að vera innan herbúða Chelsea á þessum dögum þar sem félagið vinnur hörðum höndum að því að uppfæra leikmannahópinn sinn eftir að hafa ráðið Enzo Maresca sem nýjan þjálfara í sumar.

Chelsea býst við að selja Romelu Lukaku til Napoli á næstu vikum og þá má Raheem Sterling yfirgefa félagið ef Portúgalinn Joao Felix snýr aftur til félagsins eftir að hafa leikið fyrir Chelsea á lánssamningi í fyrra.

Sterling er 29 ára gamall og með þrjú ár eftir af samningi. Hann kom að 18 mörkum í 43 leikjum á síðustu leiktíð.

Þá gæti kantmaðurinn Noni Madueke einnig yfirgefið Chelsea í sumar ef nægilega gott tilboð berst í hann frá Newcastle.

Að lokum er kantmaðurinn efnilegi Diego Moreira að skipta yfir til systurfélagsins Strasbourg þar sem hann sér ekki greiða leið inn í byrjunarlið Chelsea á næstu árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner