Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   þri 12. október 2021 19:40
Arnar Laufdal Arnarsson
Sævar Atli: Spenntur að spila aftur við þá
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli Magnússon framherji Lyngby og íslenska U-21 landsliðsins var svekktur eftir svekkjandi 0-1 tap gegn Portúgal í dag en íslenska liðið átti frábæran leik.

"Mér fannst við ekki síðra liðið í dag, okkar gameplan var klárlega að leyfa þeim að vera með boltann, koma upp með boltann og setja svo pressu á þá, það gekk vel við fengum góð færi, þeir fengu góð færi þannig þetta var bara hörkuleikur sem datt þeirra megin í dag og þetta var gríðarlega svekkjandi" sagði Sævar Atli í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  1 Portúgal U21

Hvernig fannst Sævari portúgalska liðið?

"Þeir eru helvíti öflugir, þeir eru með nokkra einstaklinga sem eru rosalega öflugir á boltann en það er ekki alltaf það sem maður vill í fótbolta, of marga gæja sem nenna að hanga á boltanum þannig við vissum að ef við myndum vera þolinmóðir í vörninni þá myndu alltaf koma einhver mistök sem við myndum nýta okkur og við vorum nálægt því í dag"

Sanngjörn úrslit að mati Sævars?

"Nei fannst þetta ekki sanngjörn úrslit en svona er bara fótboltinn, stundum náum við ekki að koma boltanum yfir línunna en ég er gríðarlega spenntur að fara spila á móti þessu liði aftur því við eigum klárlega séns í þá"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Sævar talar um tíma sinn hjá Lyngby og hvernig það sé að hafa Frey Alexandersson sem aðalþjálfara.
Athugasemdir
banner
banner