Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   þri 12. október 2021 19:40
Arnar Laufdal Arnarsson
Sævar Atli: Spenntur að spila aftur við þá
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli Magnússon framherji Lyngby og íslenska U-21 landsliðsins var svekktur eftir svekkjandi 0-1 tap gegn Portúgal í dag en íslenska liðið átti frábæran leik.

"Mér fannst við ekki síðra liðið í dag, okkar gameplan var klárlega að leyfa þeim að vera með boltann, koma upp með boltann og setja svo pressu á þá, það gekk vel við fengum góð færi, þeir fengu góð færi þannig þetta var bara hörkuleikur sem datt þeirra megin í dag og þetta var gríðarlega svekkjandi" sagði Sævar Atli í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  1 Portúgal U21

Hvernig fannst Sævari portúgalska liðið?

"Þeir eru helvíti öflugir, þeir eru með nokkra einstaklinga sem eru rosalega öflugir á boltann en það er ekki alltaf það sem maður vill í fótbolta, of marga gæja sem nenna að hanga á boltanum þannig við vissum að ef við myndum vera þolinmóðir í vörninni þá myndu alltaf koma einhver mistök sem við myndum nýta okkur og við vorum nálægt því í dag"

Sanngjörn úrslit að mati Sævars?

"Nei fannst þetta ekki sanngjörn úrslit en svona er bara fótboltinn, stundum náum við ekki að koma boltanum yfir línunna en ég er gríðarlega spenntur að fara spila á móti þessu liði aftur því við eigum klárlega séns í þá"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Sævar talar um tíma sinn hjá Lyngby og hvernig það sé að hafa Frey Alexandersson sem aðalþjálfara.
Athugasemdir