Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
   þri 12. október 2021 19:40
Arnar Laufdal Arnarsson
Sævar Atli: Spenntur að spila aftur við þá
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli Magnússon framherji Lyngby og íslenska U-21 landsliðsins var svekktur eftir svekkjandi 0-1 tap gegn Portúgal í dag en íslenska liðið átti frábæran leik.

"Mér fannst við ekki síðra liðið í dag, okkar gameplan var klárlega að leyfa þeim að vera með boltann, koma upp með boltann og setja svo pressu á þá, það gekk vel við fengum góð færi, þeir fengu góð færi þannig þetta var bara hörkuleikur sem datt þeirra megin í dag og þetta var gríðarlega svekkjandi" sagði Sævar Atli í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  1 Portúgal U21

Hvernig fannst Sævari portúgalska liðið?

"Þeir eru helvíti öflugir, þeir eru með nokkra einstaklinga sem eru rosalega öflugir á boltann en það er ekki alltaf það sem maður vill í fótbolta, of marga gæja sem nenna að hanga á boltanum þannig við vissum að ef við myndum vera þolinmóðir í vörninni þá myndu alltaf koma einhver mistök sem við myndum nýta okkur og við vorum nálægt því í dag"

Sanngjörn úrslit að mati Sævars?

"Nei fannst þetta ekki sanngjörn úrslit en svona er bara fótboltinn, stundum náum við ekki að koma boltanum yfir línunna en ég er gríðarlega spenntur að fara spila á móti þessu liði aftur því við eigum klárlega séns í þá"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Sævar talar um tíma sinn hjá Lyngby og hvernig það sé að hafa Frey Alexandersson sem aðalþjálfara.
Athugasemdir
banner