Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 17:58
Elvar Geir Magnússon
Wilder vill styrkja hóp sinn í janúar
Chris Wilder.
Chris Wilder.
Mynd: Getty Images
Chris Wilder, stjóri Sheffield United, vill styrkja leikmanna hóp sinn í janúarglugganum.

Búist var við því að Sheffield yrði í vandræðum á tímabilinu en þetta er þeirra fyrsta ár í efstu deild í tólf ár. Wilder hefur hinsvegar verið að gera góða hluti og liðið er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég hef sagt við eigendur félagsins að ef staðan væri öðruvísi væri kannski best að halda veskinu í vasanum," segir Wilfer.

„En ég tel að nú sé rétti tíminn til að styrkja liðið. Við munum funda um hvort hægt sé að fara með það eitthvað lengra."

Sheffield United á heimaleik gegn Aston Villa á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner