Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. febrúar 2020 07:30
Aksentije Milisic
Arsenal ætlar að bjóða Saka nýjan samning
Mynd: Getty Images
Arsenal er að fara bjóða Bukayo Saka nýjan samning til þess að fæla burt önnur lið sem eru talin hafa áhuga á þessum efnilega leikmanni.

Saka, sem er uppalinn hjá Arsenal, á 18 mánuði eftir af núverandi samningi og hefur Arsenal hafið samningsviðræður við kauða og vonast liðið eftir því að hann skrifi undir.

Liverpool, Manchester United og Bayern Munchen eru öll sögð hafa áhuga á Saka en hann hefur staðið sig vel fyrir Arsenal á þessu tímabili.

Saka fékk tækifæri hjá aðalliði Arsenal undir stjórn Unai Emery og hefur síðan fengið að spila enn meira í kjölfarið eftir að Freddie Ljungberg tók við liðinu tímabundið og svo er Mikel Arteta var ráðinn.

Saka getur spilað sem vinstri kantmaður og vinstri bakvörður en hann hefur fengið mikinn spiltíma eftir að Kieran Tierney og Sead Kolasinac meiddust.
Athugasemdir
banner
banner
banner