AC Milan og Juventus hafa bæst við langan lista af félögum sem vilja fá Charlie Patino, leikmann Arsenal, í sumar.
Patino er 20 ára gamall sóknarsinnaður leikmaður en hann hefur verið á mála hjá Arsenal frá 12 ára aldri.
Samkvæmt ensku miðlunum er Patino ekki í myndinni hjá Mikel Arteta og vill Arsenal selja hann í sumar í stað þess að missa hann frítt á næsta ári.
Patino er þessa stundina á láni hjá Swansea en á síðasta ári eyddi hann tímabilinu hjá Blackpool.
Ítalskir miðlar segja að AC Milan, Inter og Juventus hafi öll áhuga á Patino, en hann er einnig að vekja áhuga á Spáni. Patino er ættaður frá Spáni og væri því lítið mál fyrir hann að fá atvinnuleyfi þar.
Á þessu tímabili hefur hann komið að átta mörkum í 33 leikjum með Swansea.
Athugasemdir