„Við erum með lið sem hrekkur aftur í lag, hefur karakter og vill vinna. Við börðumst tvisvar til að koma til baka eftir að hafa lent undir,“ sagði Erik ten Hag, stjóri Manchester United, eftir 2-2 jafnteflið gegn Bournemouth í dag.
Manchester United rétt náði að bjarga stigi gegn Bournemouth, en heimamenn voru töluvert betri aðilinn.
Bournemouth komst tvisvar yfir en Bruno Fernandes tókst að jafna í tvígang.
„Við lendum undir og það var algerlega óþarfi. Þrisvar sinnum töpum við boltanum auðveldlega og á svæðum þar sem þú átt ekki að tapa boltum. Á köflum vorum við ekki vel skipulagðir og það voru opin svæði sem andstæðingurinn nýtti sér, sérstaklega hægra megin. Þar eigum við að gera betur.“
„Við höfum verið með sömu varnarlínu aðeins tvisvar og þessir leikmenn gáfu allt í þetta. Sumir þeirra eru ungir og óreyndir, þannig að gera þetta leik eftir leik í þessari erfiðu deild er afar erfitt, en þeir verða bara að eiga við þetta, það er krafa Manchester United.“
„Hver einasti andstæðingur hefur þessa þrá til að vinna okkur. Í dag fóru þeir alveg upp am örkum og þeir gera það í raun í öllum leikjum. Við þurfum að streitast á móti og stjórna leiknum.“
Þessi úrslit gera lítið fyrir United sem er tíu stigum frá Meistaradeildarsæti þegar sex leikir eru eftir.
„Þetta er ekki nóg og við vitum það. Sannleikurinn er sá að við áttum ekki meira skilið í dag. Við verðum að gera betur í að stjórna leiknum, skora mörk og ekki gefa mörg færi á okkur.“
Ten Hag var spurður hvort stuðningsmenn þyrftu að sýna þolinmæði á þessum erfiðu tímum og svaraði hann því játandi.
„Það er undir þeim komið en það er sannleikurinn. Á þessu augnabliki, með öll þau vandamál sem við höfum, þá verðum við samt að spila á því stigi sem við viljum spila á. Við getum spilað mjög vel en við verðum að gera það allan leikinn,“ sagði Ten Hag.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 21 | 15 | 5 | 1 | 50 | 20 | +30 | 50 |
2 | Arsenal | 22 | 12 | 8 | 2 | 43 | 21 | +22 | 44 |
3 | Nott. Forest | 22 | 13 | 5 | 4 | 33 | 22 | +11 | 44 |
4 | Chelsea | 22 | 11 | 7 | 4 | 44 | 27 | +17 | 40 |
5 | Man City | 22 | 11 | 5 | 6 | 44 | 29 | +15 | 38 |
6 | Newcastle | 22 | 11 | 5 | 6 | 38 | 26 | +12 | 38 |
7 | Bournemouth | 22 | 10 | 7 | 5 | 36 | 26 | +10 | 37 |
8 | Aston Villa | 22 | 10 | 6 | 6 | 33 | 34 | -1 | 36 |
9 | Brighton | 22 | 8 | 10 | 4 | 35 | 30 | +5 | 34 |
10 | Fulham | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 | 30 | +4 | 33 |
11 | Brentford | 22 | 8 | 4 | 10 | 40 | 39 | +1 | 28 |
12 | Crystal Palace | 22 | 6 | 9 | 7 | 25 | 28 | -3 | 27 |
13 | Man Utd | 22 | 7 | 5 | 10 | 27 | 32 | -5 | 26 |
14 | West Ham | 22 | 7 | 5 | 10 | 27 | 43 | -16 | 26 |
15 | Tottenham | 22 | 7 | 3 | 12 | 45 | 35 | +10 | 24 |
16 | Everton | 21 | 4 | 8 | 9 | 18 | 28 | -10 | 20 |
17 | Wolves | 22 | 4 | 4 | 14 | 32 | 51 | -19 | 16 |
18 | Ipswich Town | 22 | 3 | 7 | 12 | 20 | 43 | -23 | 16 |
19 | Leicester | 22 | 3 | 5 | 14 | 23 | 48 | -25 | 14 |
20 | Southampton | 22 | 1 | 3 | 18 | 15 | 50 | -35 | 6 |
Athugasemdir