Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   fös 13. maí 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Espanyol rekur Moreno (Staðfest) - Cannavaro orðaður við starfið
Mynd: EPA
Espanyol hefur ákveðið að segja skilið við Vicente Moreno sem hafði stýrt liði félagsins frá árinu 2020. Moreno stýrði Espanyon til sigurs í næstefstu deild vorið 2021 en stjórnin vill breyta til fyrir næsta tímabil.

Espanyol er með fjörutíu stig þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið situr þægilega í þrettán sæti deildarinnar og getur ekki fallið.

Espanyol er án sigurs í síðustu fimm leikjum og einungis fengið eitt stig úr þeim leikjum. Liðið tapaði gegn Alaves á miðvikudag sem var síðasti leikur Moreno í starfi.

Yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, Francisco Rufete, fær ekki áframhaldandi samning og því er talsvert um breytingar hjá félaginu. Domingo Catoira hefur verið ráðinn nýr íþróttastjóri.

Luis Blanco, þjálfari varaliðs Espanyol, mun stýra liðinu í komandi leik gegn Valencia.

Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir að Fabio Cannavaro sé einn af þeim sem koma til greina sem nýr stjóri félagsins.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 13 10 2 1 28 12 +16 32
2 Barcelona 13 10 1 2 36 15 +21 31
3 Villarreal 13 9 2 2 26 11 +15 29
4 Atletico Madrid 13 8 4 1 25 11 +14 28
5 Betis 13 5 6 2 20 14 +6 21
6 Espanyol 13 6 3 4 17 16 +1 21
7 Getafe 13 5 2 6 12 15 -3 17
8 Athletic 13 5 2 6 12 17 -5 17
9 Real Sociedad 13 4 4 5 17 18 -1 16
10 Elche 13 3 7 3 15 16 -1 16
11 Sevilla 13 5 1 7 19 21 -2 16
12 Celta 13 3 7 3 16 18 -2 16
13 Vallecano 13 4 4 5 12 14 -2 16
14 Alaves 13 4 3 6 11 12 -1 15
15 Valencia 13 3 4 6 12 21 -9 13
16 Mallorca 13 3 3 7 13 20 -7 12
17 Osasuna 13 3 2 8 10 16 -6 11
18 Girona 13 2 5 6 12 25 -13 11
19 Levante 13 2 3 8 16 24 -8 9
20 Oviedo 13 2 3 8 7 20 -13 9
Athugasemdir
banner
banner