Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. maí 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Miranda loksins komin með leikheimild - Gæti spilað á morgun
Mynd: California Golden Bears
Tælenska landsliðskonan Miranda Nild gekk í vetur í raðir Selfoss frá sænska félaginu Kristianstad.

Miranda vann með Birni Sigurbjörnssyni hjá Kristianstad þar sem hann var aðstoðarþjálfari og var hún liðsfélagi Sifjar Atladóttur.

Einhver bið hefur verið eftir því að Miranda fengi leikheimild með Selfossi en sú bið tók enda í dag.

Miranda er 25 ára sóknarmaður og gæti hún spilað með Selfossi gegn Þór/KA í fjórðu umferð Bestu deildarinnar á morgun.

„Miranda er mjög alhliða sóknarmaður sem spilaði síðasta tímabil hjá mér í Kristianstad. Ég veit að hverju ég geng með því að fá hana hingað. Hún er mjög skemmtileg týpa, bæði á vellinum og fyrir utan hann. Hún er með góða tækni, róleg á boltanum og með gott skot í báðum fótum. Ég er alveg viss um að hún á eftir að koma að einhverjum mörkum og gefa okkur aukna breidd og aukin gæði í sóknarleik okkar," sagði Björn þegar Miranda var tilkynnt í febrúar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner