Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. júní 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM í dag - 'Football's Coming Home'
England hefur leik í dag.
England hefur leik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gleðilegt sumar, EM alls staðar heldur áfram að rúlla í dag. Það er þriðji leikdagur.

Klukkan 13:00 hefur enska landsliðið leik á mótinu. Íslenskir fótboltaáhugamenn eru með sterka tengingu við ensku úrvalsdeildina og því verður stuðningurinn við enska landsliðið hér á landi örugglega mikill.

England hefur leik á mótinu gegn Króatíu, liðinu sem sló þá úr leik í undanúrslitunum á HM fyrir þremur árum. Það verður áhugavert að sjá hvernig það fer.

Austurríki mætir svo Norður-Makedóníu og Holland, sem hefur ekki verið sannfærandi í aðdraganda mótsins, spilar við Úkraínu í síðasta leik dagsins.

sunnudagur 13. júní

EURO-2020: Group C
16:00 Austurríki - Norður Makedónía
19:00 Holland - Úkraína

EURO-2020: Group D
13:00 England - Króatía


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner