Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 13. ágúst 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Atletico langar að Dmitrovic komi og veiti Oblak samkeppni
Marko Dmitrovic.
Marko Dmitrovic.
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Atletico Madrid ætlar sér að fá Marko Dmitrovic, markvörð Eibar, til að veita Jan Oblak samkeppni.

Það er vefsíðan Goal sem fjallar um þetta.

Oblak er með betri markvörður í heimi. Hann hefur verið orðaður við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en afar ólíklegt er að Atletico láti hann frá sér.

Líklegt er að núverandi varamarkvörður Atletico, Antonio Adan, sé á förum til Sporting í Portúgal. Dmitrovic er efstur á óskalista Atletico fyrir nýjan varamarkvörð.

Dmitrovic er 28 ára gamall serbneskur landsliðsmarkvörður sem spilað hefur með Eibar frá 2017. Hann er með 20 milljón evra riftunarákvæði í samningi sínum en á aðeins eitt ár eftir af þeim samningi. Atletico vonast því til að fá hann á góðu verði.
Athugasemdir
banner
banner
banner