Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   lau 13. ágúst 2022 18:18
Hafliði Breiðfjörð
Agla María: Alla stelpurnar voru ennþá pirraðar
Kvenaboltinn
Agla María í leiknum gegn Stjörnunni í vikunni. Hún segir að liðið hafi mótiverast af jafntefli í þeim leik.
Agla María í leiknum gegn Stjörnunni í vikunni. Hún segir að liðið hafi mótiverast af jafntefli í þeim leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er geggjaður sigur og ég er ógeðslega ánægð að vera komin á Laugaralsvöll, bara geggjað," sagði Agla María Albertsdóttir leikmaður Breiðabliks eftir 0 - 2 sigur á Selfossi í undanúrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í dag. Liðið mætir Val í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli.


Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  2 Breiðablik

„Mér fannst við fá fullt af færum í fyrri hálfleik en vorum bara 1-0 yfir. Þetta var hörkuleikur og þær voru mjög verðugur andstæðingur. Þetta hefði alveg geta farið á báða bóga en það var mjög gott þegar annað markið kom hjá Helenu, það létti aðeins á."

Agla María skoraði sjálf fyrra mark Breiðabliks í leiknum en það virkaði sem skrítið mark, Tiffany Sornpao markvörður Selfoss þrumaði boltanum í Aglu Maríu sem lenti á henni og boltinn var heila eilífð á leið yfir marklínuna.

„Ég kem í pressuna og rétt kem við boltann og tek hana í leiðinni og boltinn fer einhvern veginn inn," sagði Agla María. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist, við fengum ansi mörg betri færi en fínt að þessi fór inn. Þetta var mjög lengi að líða en svo gott."

Breiðablik gerði 2 - 2 jafntefli við Stjörnuna í deildinni í vikunni og Agla María segir að þau úrslit hafi stillt hugarfarið af fyrir leikinn í dag.

„Selfoss er með hörkulið, við hefðum geta gert aðeins betur í nokkrum færum en hún varði að sama skapi vel. Svo var þetta hörkujafn leikur, þær hafa verið að standa sig vel í sumar þó þær hafi ekki náð í úrslit svo við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur. Eftir jafnteflið við Stjörnuna sem var svekkjandi var gott að koma hingað og gera þetta almennilega. Allar stelpurnar voru ennþá pirraðar eftir þetta jafntefli og mér fannst við vera grimmar og unnum þetta svolítið á því. Ég held það sé ekkert lið heppið að mæta okkur í þessum hug."

Nánar er rætt við Öglu Maríu í viðtalinu hér að ofan en hún ræðir þar umræðuna um að dómarar leyfi meira í sumar en áður.


Athugasemdir
banner
banner