Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 13. september 2019 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Lallana lærir af Fabinho og De Jong
Mynd: Getty Images
Adam Lallana, 31 árs miðjumaður Liverpool, hefur verið meira eða minna meiddur síðustu tvö ár. Hann er við fulla heilsu sem stendur og vonast til að fá spiltíma á næstunni en hann er aðeins búinn að fá sautján mínútur það sem af er tímabils.

Lallana er þekktur sem sóknarsinnaður miðjumaður en segist vera að þróa leik sinn til að spila aftar á miðjunni, eða í 'sexu' hlutverkinu. Hann hefur verið að fylgjast með Frenkie de Jong, miðjumanni Barcelona, og samherja sínum Fabinho í tilraun til að læra að spila stöðuna betur.

„Ég er að bíða eftir að fá tækifæri neðar á miðjunni. Það gæti hentað mér betur að vera meira með boltann við lappirnar í staðinn fyrir að vera stöðugt að taka hlaup sem ganga ekki alltaf upp," sagði Lallana.

„Ég hef verið að skoða myndbönd af Frenkie de Jong. Jordan (Henderson) sagði mér að gera það. Ég hef líka verið að læra mikið af Fabinho á æfingum. Hann er ótrúlega góður í 'sexunni'.

„Ég er búinn að átta mig á því að ég þarf að bæta mig til að vera partur af besta liði í Evrópu. Ég mun leggja allt í þetta."


Lallana lék 158 leiki á tíma sínum hjá Liverpool og á 34 landsleiki að baki fyrir England.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner