Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 13. september 2022 18:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristian sá eini sem er ekki í lokahópnum á Anfield
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Líkt og við sögðum frá í gær þá var Kristian Nökkvi Hlynsson í hópi Ajax sem ferðaðist til Liverpool fyrir leik í Meistaradeildinni í kvöld.

Það ferðuðust 24 leikmenn út með liðinu en aðeins 23 eru í leikdagshópnum.

Því miður er Kristian Nökkvi sá eini sem ferðaðist með liðinu sem er ekki í hópnum í kvöld. Hann þarf að gera sér það að góðu að sitja upp í stúku á Anfield.

Kristian er bara 18 ára og fær vonandi fleiri tækifæri til að taka þátt í svona stórum leikjum í framtíðinni. Að hann sé að ferðast með liðinu í þennan leik er stór áfangi fyrir hann.

Hér fyrir neðan má sjá leikmenn Ajax mæta til leiks á Anfield. Kristian sést í myndbandinu og er því með hópnum í kringum leikinn þó hann sitji í stúkunni í kvöld.

Með því að smella hérna er hægt að sjá byrjunarliðin í leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni.

Sjá einnig:
Danmörk gæti hugsanlega reynt að stela Kristian Nökkva af okkur


Athugasemdir
banner