Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 13. desember 2019 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sir Alex ekki hrifinn af Ofurdeildar hugmynd FIFA
Sir Alex og David Gill saman í stúkunni um síðustu helgi.
Sir Alex og David Gill saman í stúkunni um síðustu helgi.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United og einn allra færasti knattspyrnustjóri sögunnar, er ekki spenntur fyrir áætluðum áformum FIFA að búa til svokallaða Ofurdeild í Evrópu.

Í október var sagt frá hugmynd FIFA um að halda 24 liða mót þegar HM félagsliða færi fram 2021, hugmynd sem UEFA, knattyspyrnusamband Evrópu, er ekki hrifið af.

FIFA hefur einnig í áformum sínum að mynda svokallaða Ofurdeild þar sem lið myndu hætta að leika í deildinni heimafyrir og sterkustu félög í Evrópu myndu því mætast innbyrðis í deildakeppni.

„Ég get ekki séð af hverju ensk félög myndu vilja yfirgefa úrvalsdeildina," sagði Ferguson við BBC.

„Það er enginn vafi á því að þetta snýst um peninga en það getur ekki verið svo heillandi fyrir félögin í úrvalsdeildinni, sem er í dag besta deildin i heiminum og nægir fjármunir í boði fyrir félögin sem taka þátt í henni."

„Það er mjög aðlaðandi að spila í Meistaradeildinni fyrir leikmenn og það er stærsta áskrounin fyrir lið að vinna."

„Það eru mörg félög með mikla sögu sem gætu misst arfleið sína ef úrvalsdeildin hættir. Mín trú er að þessi skoðun sé raunhæf á gildi knattspyrnu í innlendri deild,"
sagði Ferguson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner