Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 14. febrúar 2020 16:00
Magnús Már Einarsson
Skorar Ronaldo hundraðasta landsliðsmarkið í Katar?
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo fær tækifæri til að skora hundraðasta landsliðsmark sitt í næsta mánuði þegar portúgalska landsliðið tekur þátt í æfingamóti í Doha í Katar.

Rúm tvö ár eru í HM í Katar og í lok mars verður haldið þar í landi æfingamót.

Portúgal, Króatía, Belgía og Sviss taka þátt á mótinu en þau eru að undirbúa sig fyrir EM í sumar. Qatar Airways verður styrktaraðili mótsins.

Hinn 35 ára gamli Ronaldo skoraði 99. landsliðsmark sitt í leik gegn Lúxemborg í nóvember og hann gæti skorað hundraðasta markið í Katar.

Ronaldo er næstmarkahæsti landslismaðurinn í sögunni en Ali Daei frá Íran á metið, 109 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner