Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 14. mars 2020 12:55
Ívan Guðjón Baldursson
River Plate neitar að spila í kvöld - Verður refsað
River Plate neitar að spila leik sinn gegn Atletico Tucuman sem átti að fara fram í kvöld. Félagið á refsingu yfir höfði sér.

Fyrsta umferð argentínska deildabikarsins fer fram um helgina. Í gærkvöldi fór viðureign Banfield og Gimnasia meðal annars fram þrátt fyrir að hvorugt lið hafi viljað spila leikinn vegna kórónaveirunnar.

Liðunum var hótað að stig yrðu dregin af þeim í deildarkeppninni ef þau myndu ekki mæta til leiks í bikarnum.

Nú hefur argentínska deildin gefið frá sér yfirlýsingu vegna máls River Plate.

„Það verður að fara eftir settum reglum. Félög sem fara ekki eftir reglum geta búist við refsingu," segir meðal annars í yfirlýsingunni.

„Við fylgjum fyrirmælum yfirvalda og ráðleggjum öðrum að gera slíkt hið sama."




Athugasemdir