Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 14. apríl 2021 17:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepsi Max-deildin hefst 30. apríl - Mjólkurbikarinn viku áður
Íslandsmeistarar síðasta tímabils
Íslandsmeistarar síðasta tímabils
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besta kvennaliðið í fyrra
Besta kvennaliðið í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í upphaf Íslandsmótsins! Hér að neðan má sjá upplýsingar um upphafa móta í meistaraflokki.

Mjólkurbikar karla hefst þann 23. apríl og Pepsi Max-deild karla þann 30. apríl.

Mjólkurbikar kvenna og Pepsi Max-deild kvenna hefst skv. núverandi leikjadagskrá.

Hefja má aftur æfingar og keppni í íþróttum á morgun skv. reglugerð Heilbrigðisráðherra. Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að upphaf knattspyrnumóta sumarsins verði með eftirfarandi hætti:

Mjólkurbikar karla
Keppni Mjólkurbikars karla hefst 23. apríl og verður 1. umferð mótsins leikin dagna 23. – 25. apríl.

2. umferð mótsins verður leikin 30. apríl – 3. maí. Aðalkeppni hefst svo í júní.

Föstudaginn 16. apríl verða nýjar dagsetninga leikja Mjólkurbikarsins kynntar.

Pepsi Max deild karla
1. umferð Pepsi Max deildar karla verður dagana 30. apríl – 2. maí.

Föstudaginn 16. apríl verður ný niðurröðun leikja Pepsi Max deildar karla kynnt.

Endurröðun mótsins nær í megin atriðum til fyrstu 5 umferða mótsins.

Önnur mót meistaraflokka
Gert er ráð fyrr að önnur mót sumarsins í meistaraflokki verði leikin skv. núverandi leikjadagskrá.

Hér er átt við Pepsi Max deild kvenna, Mjólkurbikar kvenna, Lengjudeild karla og kvenna, 2. deild karla og kvenna, 3. deild karla og 4. deild karla.

Ákvarðanir um framhald Lengjubikarsins og Meistarakeppni KSÍ verður rædd á fundi stjórnar KSÍ á morgun, fimmtudaginn 15. apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner