Xabi Alonso varð í dag fyrstur í sögunni til að gera Bayer Leverkusen að þýskum meistara hann segir þetta augnablik afar sérstakt fyrir hann og félagið.
Alonso tók við Leverkusen árið 2022 en hann þurfti ekki mikinn tíma til að slípa liðið til og gera það að besta liði Þýskalands.
Leverkusen hefur ekki tapað leik á tímabilinu og tókst að vinna deildina eftir aðeins 29 leiki. Leikmenn voru vel spenntir fyrir því að vinna deildina fyrir framan eigin stuðningsmenn og sáu því til þess að það yrði gert með stæl.
Florian Wirtz skoraði þrennu og þá gerðu þeir Granit Xhaka og Victor Boniface sitt markið hvor í 5-0 sigri á Werder Bremen.
„Þetta er ótrúlega sérstakt augnablik fyrir félagið. Það að vinna Bundesliguna í fyrsta sinn í 120 ára sögu félagsins er mjög sérstakt. Leikmennirnir eru frábærir og ég er ótrúlega stoltur af öllum,“ sagði Alonso.
Eftir leikinn böðuðu leikmennirnir Alonso í bjór, sem er oft hefðin í þýska boltanum. Þeir gerðu það nokkrum sinnum yfir kvöldið eins og sjá má hér fyrir neðan.
BEER SHOWER FOR BUNDESLIGA CHAMPION XABI ALONSO. ????????????
— Men in Blazers (@MenInBlazers) April 14, 2024
German spin on the Gatorade bath just as sticky, but no doubt tastes like success. Wonderful scenes from Leverkusen. ??pic.twitter.com/n1iyJqQ84p
Bayer Leverkusen players INVADE press conference to drench manager Xabi Alonso in beer! ???????? pic.twitter.com/iJcb4zrTpH
— Mail Sport (@MailSport) April 14, 2024
Athugasemdir