Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. maí 2019 15:30
Elvar Geir Magnússon
Herrera: Þetta er okkur leikmönnum að kenna
Ander Herrera.
Ander Herrera.
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Ander Herrera hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Manchester United en talið er að hann sé á leið til Frakklandsmeistara Paris St-Germain.

Herrera fór í viðtal um nýliðið tímabil hjá United en liðið stóð engan veginn undir væntingum og verður ekki í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Þrátt fyrir afleitan endi á tímabilinu telur Herrera að Ole Gunnar Solskjær sé rétti maðurinn fyrir starfið.

„Ég hef fulla trú á Ole og hans aðstoðarmönnum. En það er erfitt verk fyrir höndum. Það er mín skoðun sem stuðningsmaður og aðili sem þekkir félagið mjög vel," segir Herrera.

Hann segir að United geti lært af Liverpool hvernig er best að endurbyggja liðið.

„Félagið þarf tíma, sjálfstraust og stuðning. Þetta er ekki auðvelt. Það eru dæmi. Liverpool mun líklega vinna Meistaradeildina í ár en félagið hefur ekki unnið titil í þau fimm ár sem ég hef verið hjá United. Það hefur verið unnið magnað starf hjá Liverpool en stuðningsmenn hafa sýnt þolinmæði. Það er það sem United þarf núna."

„Solskjær er klárlega rétti maðurinn fyrir starfið. Ég er bjartsýnn varðandi framtíðina, það eru leikmenn hjá United sem gætu orðið magnaðir leikmenn. Menn eins og Mason Greenwood og Jimmy Garner," segir Herrera en hann segir að leikmenn beri stærsta ábyrgð á að ekki hafi gengið betur.

„Við allir þurfu að taka ábyrgð. Það er ekki sanngjarnt að kenna öðrum um þegar þú átt slæmt tímabil. Leikmenn bera 75% af ábyrgðinni. Það er auðvelt að kenna öðrum um ef stjórinn er rekinn en allir hérna bera ábyrgð. Þetta er ekki nógu gott fyrir Manchester United."

„Leikmenn standa með Solskjær. Hann er einn besti maður sem ég hef kynnst í kringum fótboltann. Allir í klefanum elska hann og vilja berjast fyrir hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner