Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 14. maí 2023 21:21
Sverrir Örn Einarsson
Ómar Ingi: Ákváðum það bara á staðnum
Ómar Ingi Guðmundsson
Ómar Ingi Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ekki fallegasti fótboltaleikurinn en mér fannst við vera í flestum þáttum sem þurftu að vera í lagi gera það sem að þurfti til þess að vinna leikinn.“ Sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK um leikinn eftir 2-0 sigur HK á Keflavík suður með sjó fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 HK

Það hefur oft loðað við nýliða í deildinni sem byrja vel að flótlega fjarar undan þeim og úrslit hætta að falla með þeim. HK er enn í góðum gír og ekkert sem bendir til að þeir séu neitt að fara að gefa eftir. Merki um þroska í liðinu?

„Já alveg klárlega. Ég held nú að engin af nýliðum sem byrjað hafa vel og svo fjarað undan ætlað sér að gera það. Við erum bara mjög meðvitaðir um það að það er mikið eftir af mótinu og við höfum lagt mikið upp úr því að ræða það að við þurfum að halda áfram, VIð unnum þá leiki sem við höfum unnið hingað til ekkert bara út af einhverju. Við lögðum hart að okkur, bæði í undirbúningi og leikjunum sjálfum. Við vitum alveg að þegar er hjá okkur þá getum við átt hörkuleiki.“

Örvar Eggertsson bætti sínu fimmta marki í deildinni við í dag og í þetta sinn beint úr aukaspyrnu. Ómar sagði nokkur orð um markið sem og Örvar,

„Örvar er búinn að vera heitur í upphafi móts og er með hörkukraft í skotinu sínu. Við ákváðum það bara á staðnum þegar við sáum hvar aukaspyrnan var að kalla á hann að taka hana og það gekk líka vel. Það hjálpar til að vera með sjálfstraust í þessu og hann hefur í rauninni verið með það frá því í fyrra.“

Allt viðtalið við Ómar má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir