„Ekki fallegasti fótboltaleikurinn en mér fannst við vera í flestum þáttum sem þurftu að vera í lagi gera það sem að þurfti til þess að vinna leikinn.“ Sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK um leikinn eftir 2-0 sigur HK á Keflavík suður með sjó fyrr í dag.
Lestu um leikinn: Keflavík 0 - 2 HK
Það hefur oft loðað við nýliða í deildinni sem byrja vel að flótlega fjarar undan þeim og úrslit hætta að falla með þeim. HK er enn í góðum gír og ekkert sem bendir til að þeir séu neitt að fara að gefa eftir. Merki um þroska í liðinu?
„Já alveg klárlega. Ég held nú að engin af nýliðum sem byrjað hafa vel og svo fjarað undan ætlað sér að gera það. Við erum bara mjög meðvitaðir um það að það er mikið eftir af mótinu og við höfum lagt mikið upp úr því að ræða það að við þurfum að halda áfram, VIð unnum þá leiki sem við höfum unnið hingað til ekkert bara út af einhverju. Við lögðum hart að okkur, bæði í undirbúningi og leikjunum sjálfum. Við vitum alveg að þegar er hjá okkur þá getum við átt hörkuleiki.“
Örvar Eggertsson bætti sínu fimmta marki í deildinni við í dag og í þetta sinn beint úr aukaspyrnu. Ómar sagði nokkur orð um markið sem og Örvar,
„Örvar er búinn að vera heitur í upphafi móts og er með hörkukraft í skotinu sínu. Við ákváðum það bara á staðnum þegar við sáum hvar aukaspyrnan var að kalla á hann að taka hana og það gekk líka vel. Það hjálpar til að vera með sjálfstraust í þessu og hann hefur í rauninni verið með það frá því í fyrra.“
Allt viðtalið við Ómar má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir