Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   fös 14. ágúst 2020 22:22
Arnar Laufdal Arnarsson
Guðjón Pétur: Þeir múruðu bara fyrir
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Í kvöld klukkan 19:15 áttust við Stjarnan og Grótta á Samsung-vellinum í 12. umferð Pepsi-Max deildar karla en leikar enduðu með 1-1 jafntefli eftir fjörugar 90 mínútur.

"Ég myndi ekki segja þetta hafi verið opinn leikur, þeir bara múruðu fyrir og voru þéttir, spiluðu með tvær eða þrjár línur í kringum teiginn sinn og við vorum í veseni með að opna þá en það tókst alveg tvisvar, þrisvar og það var bara hálf fúlt að Kalli hafi skorað þarna" Sagði Guðjón eftir svekkjandi jafntefli í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Grótta

Hvernig fannst Guðjóni frammistaða sinna manna í kvöld?

"Hún var bara allt í lagi, við vorum að spila við fínt Gróttulið, þeir eru búnir að vera þéttir upp á síðkastið og þeir vita sína kosti og þeir gera þá vel en við vorum kannski ekki alveg nógu góðir að ná að skapa okkur en samt sem áður skorum við allavega eitt mark, hefðum getað skorað svona 2-3 í viðbót en því miður þá var þetta ekki nóg"

Sanngjörn úrslit í dag?

"Sanngjörn, það finnst mér ekki, þeir fá þrjú horn og markið þeirra þannig ég ætla ekki að segja þetta hafi verið sanngjarnt, við kannski sköpum ekki nóg, við áttum að gera betur þannig það getur vel verið"
Athugasemdir
banner