Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   sun 14. ágúst 2022 22:06
Arnar Laufdal Arnarsson
Tryggvi Hrafn: Sagði við Jesper ég ætlaði að taka þessa aukaspyrnu
Magnaður í kvöld
Magnaður í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Hrafn Haraldsson var gjörsamlega magnaður í 6-1 sigri Vals á Stjörnunni en Tryggvi lagði upp tvö mörk og skoraði einnig tvö góð mörk. Liðin mættust á Hlíðarenda í 17.umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Stjarnan

"Já það mætti segja þetta hafi verið flugeldasýning eftir að við lentum undir og við eitthvern veginn skulduðum góða frammistöðu og að vinna þægilegan leik þannig maður er bara drullu sáttur með þetta Sagði Tryggvi í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Hvernig fannst Tryggva sitt lið snúa blaðinu við eftir að hafa lent 0-1 undir?

"Við ræddum þetta fyrir leik sama hvort að þeir myndu komast yfir eða við myndum komast yfir þá ætluðum við bara að halda áfram allann tímann og við gerðum það og þetta small bara í seinni hálfleik sérstaklega og sigldum þessu mjög þæginlega heim"

Þrír sigurleikir og eitt jafntefli eftir innkomu Óla Jó, ágætis meðbyr með Völsurum þessa stundina.

"Já þrír sigurleikir í röð við þurftum bara að byrja vinna leiki og klifra upp töfluna og reyna ná allavegana evrópusæti þannig við vonandi höldum þessu bara áfram og reynum að vinna okkur upp töfluna, við erum að reyna halda boltanum og hafa smá gaman að þessu og spilað góðan sóknarleik og það hefur verið að virka þannig maður er bara sáttur með þetta hingað til"

Tryggvi skoraði magnað mark beint úr aukaspyrnu, flottasta markið á ferlinum?

"Já já eða ég þarf eiginlega að sjá þetta aftur, maður var hálfpartinn byrjaður að fagna áður en að boltinn var kominn í netið, ég var ósáttur við Jesper hérna um daginn að vera taka þessar aukaspyrnur þegar hann chippar bara á markmanninn þannig ég sagði bara ég ætlaði að taka þessa aukaspyrnu og það fór sem betur fer svona"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner