Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   sun 14. ágúst 2022 22:06
Arnar Laufdal Arnarsson
Tryggvi Hrafn: Sagði við Jesper ég ætlaði að taka þessa aukaspyrnu
Magnaður í kvöld
Magnaður í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Hrafn Haraldsson var gjörsamlega magnaður í 6-1 sigri Vals á Stjörnunni en Tryggvi lagði upp tvö mörk og skoraði einnig tvö góð mörk. Liðin mættust á Hlíðarenda í 17.umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Stjarnan

"Já það mætti segja þetta hafi verið flugeldasýning eftir að við lentum undir og við eitthvern veginn skulduðum góða frammistöðu og að vinna þægilegan leik þannig maður er bara drullu sáttur með þetta Sagði Tryggvi í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Hvernig fannst Tryggva sitt lið snúa blaðinu við eftir að hafa lent 0-1 undir?

"Við ræddum þetta fyrir leik sama hvort að þeir myndu komast yfir eða við myndum komast yfir þá ætluðum við bara að halda áfram allann tímann og við gerðum það og þetta small bara í seinni hálfleik sérstaklega og sigldum þessu mjög þæginlega heim"

Þrír sigurleikir og eitt jafntefli eftir innkomu Óla Jó, ágætis meðbyr með Völsurum þessa stundina.

"Já þrír sigurleikir í röð við þurftum bara að byrja vinna leiki og klifra upp töfluna og reyna ná allavegana evrópusæti þannig við vonandi höldum þessu bara áfram og reynum að vinna okkur upp töfluna, við erum að reyna halda boltanum og hafa smá gaman að þessu og spilað góðan sóknarleik og það hefur verið að virka þannig maður er bara sáttur með þetta hingað til"

Tryggvi skoraði magnað mark beint úr aukaspyrnu, flottasta markið á ferlinum?

"Já já eða ég þarf eiginlega að sjá þetta aftur, maður var hálfpartinn byrjaður að fagna áður en að boltinn var kominn í netið, ég var ósáttur við Jesper hérna um daginn að vera taka þessar aukaspyrnur þegar hann chippar bara á markmanninn þannig ég sagði bara ég ætlaði að taka þessa aukaspyrnu og það fór sem betur fer svona"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner