Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 14. ágúst 2024 22:59
Daníel Darri Arnarsson
Magnús Örn: Leit að nýjum þjálfara stendur yfir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Í fyrsta lagi var hjartað og vinnusemin hjá strákunum til mikillar fyrirmyndar og spilalega séð áttum við mjög góð augnablik í fyrri hálfleiknum, skoruðum og hefðum getað skorað meira" . Sagði Magnús Örn sem sá um Gróttu með Dominic Ankers í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  1 Grótta

„Það var ekkert endilega að bakka á móti Þrótturum en kannski eins og flest lið að pressa á réttum augnablikum og reyna blanda því með að halda boltanum og sækja hraðar það er ekkert sérstaklega flókið eða merkilegt í upplegginu sem ég get sagt þér við ætluðum að vera klárir í öll momentin".

Spurt var hvort Grótta hefði getað styrkt sig betur í glugganum, fengu 2 leikmenn þá Ísak Daða á láni frá Víking og Rasmus reynslubolta frá ÍBV.

„Nei það voru svona leikmenn það er nottlega, auðvitað koma síðan meiðsli og bönn og þú hugsar hvort það sé ekki betra að hafa hópinn aðeins stærri en ísak og Rasmus eru frábærir á sinn hátt það er náttlega svoldið mörg ár á milli þeirra þannig það var alveg verið að skoða það voru einhverjir möguleikar en þetta var niðurstaðan 2 leikmenn og við erum virkilega sáttir með þá".

Tareq Shihab fór til HK í gær og spurt var hversu stór missir hann væri fyrir Gróttu?

„Það er einnig frábær leikmaður og hann eigi eftir að hjálpa HK í þeirra baráttu og samningurinn hans var að renna út þannig kannski hann og við að nálgast endastöð og allt gert í góðu en það náttlega vont að geta ekki notað hann en góður tímapunktur fyrir hann til að fara".

Magnús og Dom stýrðu leiknum í dag og spurt var hvort það væri planið framvegis?

„Nei það er ekki planið, leit að nýjum þjálfara stendur yfir en já ég og Dom tókum 2 æfingar og leikinn í dag en þurfum bara sjá hvað gerist á næstunni".

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.



Athugasemdir
banner
banner