Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   mið 14. ágúst 2024 22:59
Daníel Darri Arnarsson
Magnús Örn: Leit að nýjum þjálfara stendur yfir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Í fyrsta lagi var hjartað og vinnusemin hjá strákunum til mikillar fyrirmyndar og spilalega séð áttum við mjög góð augnablik í fyrri hálfleiknum, skoruðum og hefðum getað skorað meira" . Sagði Magnús Örn sem sá um Gróttu með Dominic Ankers í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  1 Grótta

„Það var ekkert endilega að bakka á móti Þrótturum en kannski eins og flest lið að pressa á réttum augnablikum og reyna blanda því með að halda boltanum og sækja hraðar það er ekkert sérstaklega flókið eða merkilegt í upplegginu sem ég get sagt þér við ætluðum að vera klárir í öll momentin".

Spurt var hvort Grótta hefði getað styrkt sig betur í glugganum, fengu 2 leikmenn þá Ísak Daða á láni frá Víking og Rasmus reynslubolta frá ÍBV.

„Nei það voru svona leikmenn það er nottlega, auðvitað koma síðan meiðsli og bönn og þú hugsar hvort það sé ekki betra að hafa hópinn aðeins stærri en ísak og Rasmus eru frábærir á sinn hátt það er náttlega svoldið mörg ár á milli þeirra þannig það var alveg verið að skoða það voru einhverjir möguleikar en þetta var niðurstaðan 2 leikmenn og við erum virkilega sáttir með þá".

Tareq Shihab fór til HK í gær og spurt var hversu stór missir hann væri fyrir Gróttu?

„Það er einnig frábær leikmaður og hann eigi eftir að hjálpa HK í þeirra baráttu og samningurinn hans var að renna út þannig kannski hann og við að nálgast endastöð og allt gert í góðu en það náttlega vont að geta ekki notað hann en góður tímapunktur fyrir hann til að fara".

Magnús og Dom stýrðu leiknum í dag og spurt var hvort það væri planið framvegis?

„Nei það er ekki planið, leit að nýjum þjálfara stendur yfir en já ég og Dom tókum 2 æfingar og leikinn í dag en þurfum bara sjá hvað gerist á næstunni".

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.



Athugasemdir
banner