Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
   mið 14. ágúst 2024 22:59
Daníel Darri Arnarsson
Magnús Örn: Leit að nýjum þjálfara stendur yfir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Í fyrsta lagi var hjartað og vinnusemin hjá strákunum til mikillar fyrirmyndar og spilalega séð áttum við mjög góð augnablik í fyrri hálfleiknum, skoruðum og hefðum getað skorað meira" . Sagði Magnús Örn sem sá um Gróttu með Dominic Ankers í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  1 Grótta

„Það var ekkert endilega að bakka á móti Þrótturum en kannski eins og flest lið að pressa á réttum augnablikum og reyna blanda því með að halda boltanum og sækja hraðar það er ekkert sérstaklega flókið eða merkilegt í upplegginu sem ég get sagt þér við ætluðum að vera klárir í öll momentin".

Spurt var hvort Grótta hefði getað styrkt sig betur í glugganum, fengu 2 leikmenn þá Ísak Daða á láni frá Víking og Rasmus reynslubolta frá ÍBV.

„Nei það voru svona leikmenn það er nottlega, auðvitað koma síðan meiðsli og bönn og þú hugsar hvort það sé ekki betra að hafa hópinn aðeins stærri en ísak og Rasmus eru frábærir á sinn hátt það er náttlega svoldið mörg ár á milli þeirra þannig það var alveg verið að skoða það voru einhverjir möguleikar en þetta var niðurstaðan 2 leikmenn og við erum virkilega sáttir með þá".

Tareq Shihab fór til HK í gær og spurt var hversu stór missir hann væri fyrir Gróttu?

„Það er einnig frábær leikmaður og hann eigi eftir að hjálpa HK í þeirra baráttu og samningurinn hans var að renna út þannig kannski hann og við að nálgast endastöð og allt gert í góðu en það náttlega vont að geta ekki notað hann en góður tímapunktur fyrir hann til að fara".

Magnús og Dom stýrðu leiknum í dag og spurt var hvort það væri planið framvegis?

„Nei það er ekki planið, leit að nýjum þjálfara stendur yfir en já ég og Dom tókum 2 æfingar og leikinn í dag en þurfum bara sjá hvað gerist á næstunni".

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.



Athugasemdir
banner
banner
banner