Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   mið 14. ágúst 2024 22:59
Daníel Darri Arnarsson
Magnús Örn: Leit að nýjum þjálfara stendur yfir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Í fyrsta lagi var hjartað og vinnusemin hjá strákunum til mikillar fyrirmyndar og spilalega séð áttum við mjög góð augnablik í fyrri hálfleiknum, skoruðum og hefðum getað skorað meira" . Sagði Magnús Örn sem sá um Gróttu með Dominic Ankers í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  1 Grótta

„Það var ekkert endilega að bakka á móti Þrótturum en kannski eins og flest lið að pressa á réttum augnablikum og reyna blanda því með að halda boltanum og sækja hraðar það er ekkert sérstaklega flókið eða merkilegt í upplegginu sem ég get sagt þér við ætluðum að vera klárir í öll momentin".

Spurt var hvort Grótta hefði getað styrkt sig betur í glugganum, fengu 2 leikmenn þá Ísak Daða á láni frá Víking og Rasmus reynslubolta frá ÍBV.

„Nei það voru svona leikmenn það er nottlega, auðvitað koma síðan meiðsli og bönn og þú hugsar hvort það sé ekki betra að hafa hópinn aðeins stærri en ísak og Rasmus eru frábærir á sinn hátt það er náttlega svoldið mörg ár á milli þeirra þannig það var alveg verið að skoða það voru einhverjir möguleikar en þetta var niðurstaðan 2 leikmenn og við erum virkilega sáttir með þá".

Tareq Shihab fór til HK í gær og spurt var hversu stór missir hann væri fyrir Gróttu?

„Það er einnig frábær leikmaður og hann eigi eftir að hjálpa HK í þeirra baráttu og samningurinn hans var að renna út þannig kannski hann og við að nálgast endastöð og allt gert í góðu en það náttlega vont að geta ekki notað hann en góður tímapunktur fyrir hann til að fara".

Magnús og Dom stýrðu leiknum í dag og spurt var hvort það væri planið framvegis?

„Nei það er ekki planið, leit að nýjum þjálfara stendur yfir en já ég og Dom tókum 2 æfingar og leikinn í dag en þurfum bara sjá hvað gerist á næstunni".

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.



Athugasemdir
banner
banner