Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 14. september 2019 17:14
Arnar Laufdal Arnarsson
Pepsi Ási Arnars: Þetta var megin markmiðið
Ási Arnars
Ási Arnars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Efir 1-1 jafntefli Fjölnis og Leiknis í 21. umferð Inkasso deildar karla er það orðið (Staðfest) að Fjölnir munu leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Leikurinn í dag var fjörugur þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður. Ingibergur Kort kom Fjölni yfir með marki á 77. min en aðeins fjórum mínútum seinna jöfnuðu Leiknismenn og meira varð ekki úr leiknum og Fjölnir staðfestir í Pepsi.

"Tilfinningin er geggjuð, þetta var megin markmiðið fyrir tímabil og bara frábært að geta klárað þetta fyrir lokaumferðina, það er algjör draumur" Sagði Ási eftir að hafa tryggt kærkomið sæti í Pepsi Max.

"Þetta var hrikalega erfiður leikur á móti sterku Leiknisliði. Þeir voru öflugir í dag og erfiðar aðstæður sömuleiðis þannig að þetta var erfiður leikur að öllu leyti og mikil spenna yfir hlutunum, vildum auðvitað vinna þennan leik en stigið dugði okkur í dag"

"Við bjuggumst við erfiðu sumri því það voru miklar breytingar á okkar liði og vorum að nota mikið af ungum leikmönnum og reynsluboltum í bland þannnig að við vissum að þetta yrði mjög erfitt en vissum líka að við værum með lið til að klára þetta" Sagði Ási varðandi Inkasso tímabilið.

"Nú setjumst við bara yfir hlutina í rólegheitunum, við klárum sumarið og skoðum svo hvaða möguleikar eru í boði" Sagði Ási varðandi breytingar á hópnum fyrir næsta tímabil.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Leiknir R.

Fjölnir fara verðskuldað upp um deild og spila í deild þeirra bestu að ári eftir að hafa verið besta lið deildarinnar í allt sumar, með besta hópinn, mikla reynslu, frábæra unga leikmenn og frábæran þjálfara.

Til hamingju Fjölnir!
Athugasemdir
banner
banner