Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 14. september 2019 17:14
Arnar Laufdal Arnarsson
Pepsi Ási Arnars: Þetta var megin markmiðið
Ási Arnars
Ási Arnars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Efir 1-1 jafntefli Fjölnis og Leiknis í 21. umferð Inkasso deildar karla er það orðið (Staðfest) að Fjölnir munu leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Leikurinn í dag var fjörugur þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður. Ingibergur Kort kom Fjölni yfir með marki á 77. min en aðeins fjórum mínútum seinna jöfnuðu Leiknismenn og meira varð ekki úr leiknum og Fjölnir staðfestir í Pepsi.

"Tilfinningin er geggjuð, þetta var megin markmiðið fyrir tímabil og bara frábært að geta klárað þetta fyrir lokaumferðina, það er algjör draumur" Sagði Ási eftir að hafa tryggt kærkomið sæti í Pepsi Max.

"Þetta var hrikalega erfiður leikur á móti sterku Leiknisliði. Þeir voru öflugir í dag og erfiðar aðstæður sömuleiðis þannig að þetta var erfiður leikur að öllu leyti og mikil spenna yfir hlutunum, vildum auðvitað vinna þennan leik en stigið dugði okkur í dag"

"Við bjuggumst við erfiðu sumri því það voru miklar breytingar á okkar liði og vorum að nota mikið af ungum leikmönnum og reynsluboltum í bland þannnig að við vissum að þetta yrði mjög erfitt en vissum líka að við værum með lið til að klára þetta" Sagði Ási varðandi Inkasso tímabilið.

"Nú setjumst við bara yfir hlutina í rólegheitunum, við klárum sumarið og skoðum svo hvaða möguleikar eru í boði" Sagði Ási varðandi breytingar á hópnum fyrir næsta tímabil.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Leiknir R.

Fjölnir fara verðskuldað upp um deild og spila í deild þeirra bestu að ári eftir að hafa verið besta lið deildarinnar í allt sumar, með besta hópinn, mikla reynslu, frábæra unga leikmenn og frábæran þjálfara.

Til hamingju Fjölnir!
Athugasemdir
banner
banner