Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. september 2022 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Titilbaráttan svo gott sem búin en mörgum spurningum enn ósvarað
Valur fagnar marki í gær.
Valur fagnar marki í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar eru að berjast um Meistaradeildarsæti.
Blikar eru að berjast um Meistaradeildarsæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég sagði það fyrir leikinn ef það ætti að halda einhverju lífi í þessu fyrir leikinn þá þurfum við að vinna, það tókst ekki. Það er svo gott sem komið hjá Val og við óskum þeim til hamingju með það, frábært sumar hjá þeim."

Þetta sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir jafntefli gegn Val í gær.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Breiðablik

Það er alveg hægt að færa rök fyrir því að þetta sé rétt hjá honum því Valur er með sex stiga forskot er þrjár umferðir eru eftir.

Valur, sem hefur aðeins tapað einum leik í sumar, á eftir útileiki gegn Aftureldingu og ÍBV og heimaleik gegn Selfossi. Það er ansi lítill möguleiki á því að titillinn endi annars staðar en á Hlíðarenda.

Þó að titilbaráttan sé ekki mjög spennandi þá er spennandi barátta á öðrum vígstöðum í deildinni.

Meistaradeildarbaráttan
Barátta Stjörnunnar og Breiðabliks um annað sætið - sem veitir þátttökurétt í Meistaradeildinni - er mjög spennandi en það munar aðeins tveimur stigum á liðunum. Þróttur er þremur stigum á eftir Stjörnunni en miðað við það hvernig þær hafa verið að spila að undanförnu þá er svo gott sem hægt að útiloka þær úr Meistaradeildarbaráttunni.

Fallbaráttan
Einnig er spennandi að sjá hvaða lið munu fara niður. KR er í ansi vondum málum eftir tap gegn Aftureldingu en það er þéttur pakki fyrir ofan þar sem Afturelding er að berjast við Þór/KA og Keflavík. Þór/KA á leik við ÍBV á eftir.

Það er ljóst að FH og Tindastóll munu koma upp en hvaða lið fara niður í staðinn? Það á eftir að koma í ljós í síðustu þremur umferðunum.

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner