Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 15. janúar 2021 18:15
Victor Pálsson
Emery: Ég reyndi að hjálpa Özil
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Villarreal, reyndi að hjálpa Mesut Özil þegar þeir voru saman hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Emery greinir sjálfur frá þessu en Özil fær ekkert að spila hjá Arsenal í dag sem er undir stjórn Mikel Arteta.

Özil náði ekki að sýna sitt besta með Emery við stjórnvölin og endaði sá síðarnefndi á að fá sparkið.

„Ég vann með Mesut í eitt og hálft ár og reyndi á þeim tíma að hjálpa honum og að styðja hann í að spila sem best með liðinu," sagði Emery.

„Nú veit ég ekki hvað vandamálið er því ég er bara einbeittur að verkefninu mínu hjá Villarreal."

„Ég fylgist með öllum leikjum Arsenal en ég veit ekki hvert vandamálið er. Ég get aðeins talað um Mesut Özil og þegar ég var þarna reyndi ég að ná því besta úr honum."
Athugasemdir
banner
banner