Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 15. janúar 2022 06:00
Victor Pálsson
Vill sjá Bowen í landsliðinu
Mynd: EPA
Jarrod Bowen, leikmaður West Ham, á skilið að fá tækifæri með enska landsliðinu að sögn liðsfélaga hans, Lukasz Fabianski.

Bowen er 25 ára gamall kantmaður en hann gekk í raðir West Ham árið 2020 og hefur gert góða hluti með liðinu.

Bowen hefur skorað fimm mörk í 21 deildarleik á tímabilinu og átta mörk í öllum keppnum sem er fínn árangur.

Leikmaðurinn hefur enn ekki fengið tækifæri með landsliðinu og á að baki enga leiki fyrir yngri landslið Englands.

„Hann er sterkur og öflugur og við erum hæstánægðir með að hafa hann í okkar röðum," sagði Fabianski.

„Allir varnarmenn sem mæta honum eru í vandræðum og hann er því mikil ógn fram á við. Að mínu mati á hann skilið tækifæri með landsliðinu."

„Hann er mjög hljóðlátur náungi og einbeitir sér að fótboltanum. Hann er með fæturnar á jörðinni og hugsar um vinnuna."
Athugasemdir
banner
banner
banner