Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mið 15. janúar 2025 14:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Lengjudeildin
Eyþór Wöhler.
Eyþór Wöhler.
Mynd: Fylkir
Eyþór í leik með KR á síðasta tímabili.
Eyþór í leik með KR á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyþór og Kristall Máni Ingason mynda saman tvíeykið Húbba Búbba.
Eyþór og Kristall Máni Ingason mynda saman tvíeykið Húbba Búbba.
Mynd: HubbaBubba
Ætlar að hjálpa Fylki að komast aftur upp.
Ætlar að hjálpa Fylki að komast aftur upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er geggjað að vera mættur í appelsínugult. Mér líst vel á allt saman," segir Eyþór Aron „Wöhler, nýr leikmaður Fylkis, í viðtali við Fótbolta.net.

„Mér sýnist stefna í einhverja alvöru veislu í sumar og við stefnum alla leið upp."

„Þeir heyrðu mér einhvern tímann í desember. Ég var ekkert að flýta mér í þessu, var bara að klára mína desember törn. Svo bara kláruðum við þetta í janúar og allt komið á fullt núna."

Þetta eru snillingar
Eyþór segir að nokkur félög hafi heyrt í sér en þegar Fylkir kom inn í myndina hafi allt smollið. Hann skrifaði undir tveggja ára samning í Árbænumog líst vel á það sem koma skal. En hvað var það sem heillaði mest við Fylki?

„Ég myndi segja þjálfarinn, Árni Guðna og Kristó. Þetta eru snillingar. Svo eru það líka náttúrulega leikmennirnir. Þetta er skemmtilegur klefi," segir Eyþór. „Það verður gaman að kynnast Ragnari Braga, það er áhugaverður leikmaður."

„Mér sýnist vera skemmtilegir karakterar í þessum hóp. Daði Ólafs, ég veit ekki alveg með hann. Ég sit við hliðina á honum og mér líst ekki alveg nægilega vel á hann. Það verður bara að koma í ljós," sagði sóknarmaðurinn léttur.

Kynntur með fersku myndbandi
Eyþór, sem er mikill stuðbolti, var kynntur til leiks hjá Fylki með skemmtilegu myndbandi sem vakti athygli hjá fótboltaaðdáendum.

„Ég hef gaman að þessu, að gera eitthvað svona - öðruvísi og flippað. Mig langar að sjá meira af þessu frá leikmönnum og félögum," segir Eyþór.

„Það virðast allir vera steyptir í sama form og það má aldrei gera neitt öðruvísi. Þetta er það sem fólkið vill, sjá eitthvað flipp. Þannig að leikmenn séu ekki bara einhverjir starfsmenn í félögum."

Er ekki fólk bara búið að taka vel í þetta?

„Það er allavega enginn búinn að koma upp að mér og drulla yfir þetta. Það var reyndar einn sem sagðist óska þess að ég myndi fá langtímameiðsli. Mér fannst það helvíti gott. Það eru flestallir sáttir með þetta," segir Eyþór.

Lærdómsríkur tími
Eyþór var á mála hjá KR í fyrra og segir hann að það hafi verið lærdómsríkur tími.

„Þetta var lærdómsríkt, fyrst og fremst. Það var margt sem gekk á og maður tekur ekkert nema reynslu frá þessu og setur það í bankann. Ég eignaðist fullt af vinum sem maður var að æfa með og keppa með," segir hann.

„Auðvitað mátti fara betur, margir hlutir. En maður verður að taka eitthvað jákvætt úr þessu inn í næsta tímabil."

KR er stórveldi í íslenskum fótbolta. Hvernig er að vera leikmaður KR þegar ekki gengur vel? „Það er erfitt. En maður reynir ekkert að dvelja lengi við það. Þegar gengur illa verður maður að horfa í eitthvað jákvætt."

Húbba Búbba
Eyþór var mjög áberandi á liðnu ári en hann og Kristall Máni Ingason mynda dúettinn Húbbabúbba sem hefur slegið rækilega í gegn með smellum sínum. Eyþór segir að það sé skemmtilegt að púsla því með fótboltanum.

„Það er bara skemmtilegt púsluspil. Þetta fer betur en margir halda," segir Eyþór. „Það eru einhverjir menn út í bæ sem finnst þetta ekki fara sama. Þeir hafa ekki verið í þessu sjálfir. Þetta er óhefðbundin vinna en fer vel saman með fótboltanum."

„Þetta er bara mín vinna. Þetta er eins og að vera í bankanum eða á einhverri bókhaldsstofu."

Hann segir þetta vera skemmtilegt líf en trufli hann ekki í fótboltanum. „Ég mæti á æfingar og leiki með fulle fem. En eins og ég segi, þá verður maður að hafa salt í grautinn og þetta er bara ein leið."

20 mörk og upp um deild
En hvað er markmiðið fyrir næsta sumar?

„Það eru 20 slummur. Ég ætla að vera markahæstur og fara aftur með Fylki upp í Bestu deildina," sagði Eyþór að lokum.
Athugasemdir
banner