Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
   mán 15. apríl 2024 09:06
Elvar Geir Magnússon
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Gísli Laxdal virðist hafa komist í boltann.
Gísli Laxdal virðist hafa komist í boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markalaust jafntefli var í leik Fylkis og Vals í Bestu deildinni í gær en Fylkir fékk kjörið tækifæri í fyrri hálfleik til að skora. Helgi Mikael Jónasson dómari dæmdi þá vítaspyrnu á Gísla Laxdal sem virtist hafa brotið á Halldóri Jóni Sigurði Þórðarsyni.

Þar sem fréttaritari sat í stúkunni virtist um klára vítaspyrnu að ræða og þannig leit það einnig út í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Það kom því fáum á óvart þegar Helgi benti á punktinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

Í spilaranum að ofan má sjá röð ljósmynda Hafliða Breiðfjörð af atvikinu og þar virðist Gísli Laxdal einfaldlega komast í boltann áður en Halldór fer niður.

Mögulega var því réttlætinu fullnægt þegar Frederik Schram markvörður Vals varði vítaspyrnu miðvarðarins Orra Sveins Stefánssonar. Það kom mörgum á óvart að sjá Orra fara á punktinn. Benedikt Daríus Garðarsson er vítaskytta númer eitt hjá Fylki en hann var ekki með í kvöld.

„Orri er mjög sparkviss og ég var bara mjög hissa á því að hann hefði ekki skorað. Þetta var bara mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út," sagði Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, í viðtali eftir leik en það má sjá í heild hér að neðan.


Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Athugasemdir
banner