Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   lau 15. maí 2021 16:56
Hafliði Breiðfjörð
Elísa: Spilast öðruvísi en fólk hefði haldið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fótbolti er erfiður en við unnu 1 - 0 svo við erum bara sáttar," sagði Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Vals eftir 1 - 0 heimasigur á Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Fylkir

„Mér fannst leikurinn frekar lokaður á báða enda. Fylkisliðið er vel skipulagt og þær eru góðar varnarlega. Við erum líka góðar varnarlega svo þetta var frekar lokað í báða enda. Við sköpuðum samt eitthvað sem var jákvætt."

Fylkir hafði tapað fyrsta leik sínum í mótinu gegn Breiðabliki 9 - 0, átti Valur ekki von á að leikurinn yrði auðveldari í dag, svokölluð gönguferð í garðinum út frá því?

„Nei alls ekki, lið tapa sjaldnast tveimur leikjum í röð 9-0, oftast þetta menn raðirnar eftir svoleiðis afhroð svo við vissum að þær kæmu mjög þéttar í það og væru búnar að nýta tímann í undirbúning gekk okkur. Þetta var mjög erfitt en það hafðist."

Flestir bjuggust við að Valur yrði langbesta lið landsins í sumar en þrátt fyrir sjö stig í fyrstu þremur leikjunum þá hafa þær þurft að hafa vel fyrir þeim, 2-1 sigur á Stjörnunni, markalaust gegn Þrótti og svo 1-0 gegn Fylki í dag.

„Þetta er að spilast öðruvísi en fólk hafði haldið en við vissum alveg að við erum búnar að missa marga góða leikmenn og erum að byggja upp nýtt lið sem tekur alltaf tíma. Önnur lið eru líka að styrkja sig og það eru frábærir þjálfarar í þessari deild. Það gefur mikið og ég held að deildin verði jöfn og skemmtileg í sumar."

Nánar er rætt við Elísu í sjónvarpinu að ofan þar sem hún segir pressu á þeim að enda í toppsætinu og erfiðan leik framundan í Vestmannaeyjum þar sem hún elskar að spila.
Athugasemdir