Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 15. maí 2021 16:56
Hafliði Breiðfjörð
Elísa: Spilast öðruvísi en fólk hefði haldið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fótbolti er erfiður en við unnu 1 - 0 svo við erum bara sáttar," sagði Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Vals eftir 1 - 0 heimasigur á Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Fylkir

„Mér fannst leikurinn frekar lokaður á báða enda. Fylkisliðið er vel skipulagt og þær eru góðar varnarlega. Við erum líka góðar varnarlega svo þetta var frekar lokað í báða enda. Við sköpuðum samt eitthvað sem var jákvætt."

Fylkir hafði tapað fyrsta leik sínum í mótinu gegn Breiðabliki 9 - 0, átti Valur ekki von á að leikurinn yrði auðveldari í dag, svokölluð gönguferð í garðinum út frá því?

„Nei alls ekki, lið tapa sjaldnast tveimur leikjum í röð 9-0, oftast þetta menn raðirnar eftir svoleiðis afhroð svo við vissum að þær kæmu mjög þéttar í það og væru búnar að nýta tímann í undirbúning gekk okkur. Þetta var mjög erfitt en það hafðist."

Flestir bjuggust við að Valur yrði langbesta lið landsins í sumar en þrátt fyrir sjö stig í fyrstu þremur leikjunum þá hafa þær þurft að hafa vel fyrir þeim, 2-1 sigur á Stjörnunni, markalaust gegn Þrótti og svo 1-0 gegn Fylki í dag.

„Þetta er að spilast öðruvísi en fólk hafði haldið en við vissum alveg að við erum búnar að missa marga góða leikmenn og erum að byggja upp nýtt lið sem tekur alltaf tíma. Önnur lið eru líka að styrkja sig og það eru frábærir þjálfarar í þessari deild. Það gefur mikið og ég held að deildin verði jöfn og skemmtileg í sumar."

Nánar er rætt við Elísu í sjónvarpinu að ofan þar sem hún segir pressu á þeim að enda í toppsætinu og erfiðan leik framundan í Vestmannaeyjum þar sem hún elskar að spila.
Athugasemdir