Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   lau 15. maí 2021 16:56
Hafliði Breiðfjörð
Elísa: Spilast öðruvísi en fólk hefði haldið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fótbolti er erfiður en við unnu 1 - 0 svo við erum bara sáttar," sagði Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Vals eftir 1 - 0 heimasigur á Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Fylkir

„Mér fannst leikurinn frekar lokaður á báða enda. Fylkisliðið er vel skipulagt og þær eru góðar varnarlega. Við erum líka góðar varnarlega svo þetta var frekar lokað í báða enda. Við sköpuðum samt eitthvað sem var jákvætt."

Fylkir hafði tapað fyrsta leik sínum í mótinu gegn Breiðabliki 9 - 0, átti Valur ekki von á að leikurinn yrði auðveldari í dag, svokölluð gönguferð í garðinum út frá því?

„Nei alls ekki, lið tapa sjaldnast tveimur leikjum í röð 9-0, oftast þetta menn raðirnar eftir svoleiðis afhroð svo við vissum að þær kæmu mjög þéttar í það og væru búnar að nýta tímann í undirbúning gekk okkur. Þetta var mjög erfitt en það hafðist."

Flestir bjuggust við að Valur yrði langbesta lið landsins í sumar en þrátt fyrir sjö stig í fyrstu þremur leikjunum þá hafa þær þurft að hafa vel fyrir þeim, 2-1 sigur á Stjörnunni, markalaust gegn Þrótti og svo 1-0 gegn Fylki í dag.

„Þetta er að spilast öðruvísi en fólk hafði haldið en við vissum alveg að við erum búnar að missa marga góða leikmenn og erum að byggja upp nýtt lið sem tekur alltaf tíma. Önnur lið eru líka að styrkja sig og það eru frábærir þjálfarar í þessari deild. Það gefur mikið og ég held að deildin verði jöfn og skemmtileg í sumar."

Nánar er rætt við Elísu í sjónvarpinu að ofan þar sem hún segir pressu á þeim að enda í toppsætinu og erfiðan leik framundan í Vestmannaeyjum þar sem hún elskar að spila.
Athugasemdir
banner