Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   lau 15. maí 2021 16:56
Hafliði Breiðfjörð
Elísa: Spilast öðruvísi en fólk hefði haldið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fótbolti er erfiður en við unnu 1 - 0 svo við erum bara sáttar," sagði Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Vals eftir 1 - 0 heimasigur á Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Fylkir

„Mér fannst leikurinn frekar lokaður á báða enda. Fylkisliðið er vel skipulagt og þær eru góðar varnarlega. Við erum líka góðar varnarlega svo þetta var frekar lokað í báða enda. Við sköpuðum samt eitthvað sem var jákvætt."

Fylkir hafði tapað fyrsta leik sínum í mótinu gegn Breiðabliki 9 - 0, átti Valur ekki von á að leikurinn yrði auðveldari í dag, svokölluð gönguferð í garðinum út frá því?

„Nei alls ekki, lið tapa sjaldnast tveimur leikjum í röð 9-0, oftast þetta menn raðirnar eftir svoleiðis afhroð svo við vissum að þær kæmu mjög þéttar í það og væru búnar að nýta tímann í undirbúning gekk okkur. Þetta var mjög erfitt en það hafðist."

Flestir bjuggust við að Valur yrði langbesta lið landsins í sumar en þrátt fyrir sjö stig í fyrstu þremur leikjunum þá hafa þær þurft að hafa vel fyrir þeim, 2-1 sigur á Stjörnunni, markalaust gegn Þrótti og svo 1-0 gegn Fylki í dag.

„Þetta er að spilast öðruvísi en fólk hafði haldið en við vissum alveg að við erum búnar að missa marga góða leikmenn og erum að byggja upp nýtt lið sem tekur alltaf tíma. Önnur lið eru líka að styrkja sig og það eru frábærir þjálfarar í þessari deild. Það gefur mikið og ég held að deildin verði jöfn og skemmtileg í sumar."

Nánar er rætt við Elísu í sjónvarpinu að ofan þar sem hún segir pressu á þeim að enda í toppsætinu og erfiðan leik framundan í Vestmannaeyjum þar sem hún elskar að spila.
Athugasemdir
banner
banner
banner