Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 15. maí 2021 16:56
Hafliði Breiðfjörð
Elísa: Spilast öðruvísi en fólk hefði haldið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fótbolti er erfiður en við unnu 1 - 0 svo við erum bara sáttar," sagði Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Vals eftir 1 - 0 heimasigur á Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Fylkir

„Mér fannst leikurinn frekar lokaður á báða enda. Fylkisliðið er vel skipulagt og þær eru góðar varnarlega. Við erum líka góðar varnarlega svo þetta var frekar lokað í báða enda. Við sköpuðum samt eitthvað sem var jákvætt."

Fylkir hafði tapað fyrsta leik sínum í mótinu gegn Breiðabliki 9 - 0, átti Valur ekki von á að leikurinn yrði auðveldari í dag, svokölluð gönguferð í garðinum út frá því?

„Nei alls ekki, lið tapa sjaldnast tveimur leikjum í röð 9-0, oftast þetta menn raðirnar eftir svoleiðis afhroð svo við vissum að þær kæmu mjög þéttar í það og væru búnar að nýta tímann í undirbúning gekk okkur. Þetta var mjög erfitt en það hafðist."

Flestir bjuggust við að Valur yrði langbesta lið landsins í sumar en þrátt fyrir sjö stig í fyrstu þremur leikjunum þá hafa þær þurft að hafa vel fyrir þeim, 2-1 sigur á Stjörnunni, markalaust gegn Þrótti og svo 1-0 gegn Fylki í dag.

„Þetta er að spilast öðruvísi en fólk hafði haldið en við vissum alveg að við erum búnar að missa marga góða leikmenn og erum að byggja upp nýtt lið sem tekur alltaf tíma. Önnur lið eru líka að styrkja sig og það eru frábærir þjálfarar í þessari deild. Það gefur mikið og ég held að deildin verði jöfn og skemmtileg í sumar."

Nánar er rætt við Elísu í sjónvarpinu að ofan þar sem hún segir pressu á þeim að enda í toppsætinu og erfiðan leik framundan í Vestmannaeyjum þar sem hún elskar að spila.
Athugasemdir
banner