Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   þri 15. október 2019 19:44
Brynjar Ingi Erluson
Alexandra: Það er ekki á hverjum degi sem maður mætir PSG
Kvenaboltinn
Alexandra Jóhannsdóttir í leik með Blikum
Alexandra Jóhannsdóttir í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Breiðabliks, er spennt fyrir rimmunni gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram á Kópavogsvelli klukkan 18:30.

Paris Saint-Germain er næst besta liðið í Frakklandi á eftir stórliði Lyon en fyrri leikurinn er á morgun.

„Já, klárlega. Það er ekki á hverjum degi sem maður mætir Paris Saint-Germain, þannig það er mikil spenna," sagði Alexandra við Fótbolta.net.

„Ágætlega. Þetta eru ógeðslega erfið lið sem við gátum fengið og þetta var ekki Lyon. Þetta verður erfitt en þetta er alveg hægt."

Blikaliðið er búið að kynna sér andstæðinginn og er Alexandra afar bjartsýn.

„Steini og Óli eru búnir að stúdera þá og við erum búnar að hoppa á videofundi og svoleiðis. Við erum búnar að kynna okkur þær nokkuð vel."

„Það þýðir ekkert annað en að mæta bjartsýnn og með brjóstkassann úti í svona leik, annars er manni bara slátrað."

Þetta er í annað sinn sem íslenskt lið fer í 16-liða úrslitin en Stjarnan fór í 16-liða úrslitin árið 2017. Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV og hefur leikurinn fengið mikla umfjöllun.

„Það er mikil umfjöllun um hann og RÚV að sýna hann og frábært hvernig þetta er að aukast í kringum kvennafótboltann."

Alexandra telur að veðuraðstæður á Íslandi henti Blikaliðinu betur gegn PSG.

„Við erum vanar öllu og betra fyrir okkur á móti þeim að hafa kalt, rok og smá rigningu. Þetta eru leikirnir sem maður vill spila og það er ekki hægt að kvarta yfir þessu."

Hún skoraði fyrsta A-landsliðsmarkið í 6-0 sigri á Lettlandi á dögunum og fer hún með mikið sjálfstraust inn í leikinn á morgun.

„Það er gott að fá tækifæri og gefur manni sjálfstraust inn í þessa leiki," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner