Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 15. október 2019 19:44
Brynjar Ingi Erluson
Alexandra: Það er ekki á hverjum degi sem maður mætir PSG
Alexandra Jóhannsdóttir í leik með Blikum
Alexandra Jóhannsdóttir í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Breiðabliks, er spennt fyrir rimmunni gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram á Kópavogsvelli klukkan 18:30.

Paris Saint-Germain er næst besta liðið í Frakklandi á eftir stórliði Lyon en fyrri leikurinn er á morgun.

„Já, klárlega. Það er ekki á hverjum degi sem maður mætir Paris Saint-Germain, þannig það er mikil spenna," sagði Alexandra við Fótbolta.net.

„Ágætlega. Þetta eru ógeðslega erfið lið sem við gátum fengið og þetta var ekki Lyon. Þetta verður erfitt en þetta er alveg hægt."

Blikaliðið er búið að kynna sér andstæðinginn og er Alexandra afar bjartsýn.

„Steini og Óli eru búnir að stúdera þá og við erum búnar að hoppa á videofundi og svoleiðis. Við erum búnar að kynna okkur þær nokkuð vel."

„Það þýðir ekkert annað en að mæta bjartsýnn og með brjóstkassann úti í svona leik, annars er manni bara slátrað."

Þetta er í annað sinn sem íslenskt lið fer í 16-liða úrslitin en Stjarnan fór í 16-liða úrslitin árið 2017. Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV og hefur leikurinn fengið mikla umfjöllun.

„Það er mikil umfjöllun um hann og RÚV að sýna hann og frábært hvernig þetta er að aukast í kringum kvennafótboltann."

Alexandra telur að veðuraðstæður á Íslandi henti Blikaliðinu betur gegn PSG.

„Við erum vanar öllu og betra fyrir okkur á móti þeim að hafa kalt, rok og smá rigningu. Þetta eru leikirnir sem maður vill spila og það er ekki hægt að kvarta yfir þessu."

Hún skoraði fyrsta A-landsliðsmarkið í 6-0 sigri á Lettlandi á dögunum og fer hún með mikið sjálfstraust inn í leikinn á morgun.

„Það er gott að fá tækifæri og gefur manni sjálfstraust inn í þessa leiki," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner