Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   þri 15. október 2019 15:50
Magnús Már Einarsson
Formaður Gróttu um laun leikmanna: Höfum ekki áætlað breytingu
Birgir Tjörvi Pétursson.
Birgir Tjörvi Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ágúst var efstur á blaði hjá okkur og einn af fyrstu kostum sem komu upp í hugann hjá okkur eftir að við lentum í þessari stöðu," sagði Birgir Tjörvi Pétursson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, við Fótbolta.net í dag.

Nýliðar Gróttu réðu í dag Ágúst Gylfason sem þjálfara til næstu þriggja ára en hann stýrir liðinu í Pepsi Max-deildinni næsta sumar.

„Við erum ekki að tjalda til einnar nætur. Við erum að horfa á þetta starf á nesinu til lengri tíma. Við erum að reyna að byggja upp innviði í þessu félagi til að það verði festa og stöðugleiki í starfinu. Við viljum vera uppbyggingarfélag og þess vegna er mikilvægt að vera ekki með of örar breytingar."

„Höfum ekki tekið ákvörðun um að hverfa frá okkar stefnu"
Grótta hefur haldið því á lofti að leikmenn liðsins fái ekki greidd laun og þess í stað sé meira lagt í umgjörð félagsins. Verður breyting þar á núna þannig að leikmenn fái laun?

„Við höfum ekki tekið ákvörðun um að hverfa frá okkar stefnu," sagði Birgir. „Við sjáum ekki að það sé knattspyrnuhreyfingunni til heilla að fara í þessa átt að byggja upp liðin á leikmönnum sem þiggja himinhá laun. Við viljum byggja liðið upp á uppöldum leikmönnum og ungum leikmönnum sem fá eki tækifæri annars staðar. Við viljum að þessir fjármunir nýtist í strákana og stelpurnar eftir því sem við á."

„Við höfum ekki áætlað neina breytingu á þvi hvernig við rekum okkar starf í grunninn. Við erum lítið félag og verðum að haga seglum eftir vindi og eyða ekki umfram það sem við öflum. Félög hafa brennt sig á því að ætla sér um. Við þurfum að ganga varlega inn um þessar dyr. Við höfum mikinn metnað í að byggja upp leikmannahópinn og gera strákana okkar betri í fótbolta. Við ætlum að verja okkar fjármunum í það og það er okkar fókus í augnabliki. Við sjaúm hvernig við ráðumst í það verkefni. Það helgast mikið af samtali okkar við þjálfarateymið."


Ætla ekki að kollvarpa liðinu
Nokkrir lánsmenn voru hjá Gróttu í sumar og óvíst er hvort þeir haldi áfram hjá félaginu. Birgir segir ljóst að einhver liðsstyrkur verður sóttur í leikmannahópinn.

„Við ætlum ekki að kollvarpa liðinu og gjörbreyta okkar nálgun. Þannig að það sé skýrt. Við viljum fá hingað unga, spræka, efnilega stráka sem geta styrkt hópinn og fengið tækifæri sem þeir fá kannski ekki annars staðar," sagði Birgir.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner