Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   fim 16. janúar 2025 15:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari.
Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er ótrúlega ljúf en að sama skapi smá sorg. Engin eftirsjá, en smá sorg að yfirgefa mína Víkinga," sagði Arnar Gunnlaugsson í fyrsta viðtali sínu við Fótbolta.net sem landsliðsþjálfari Íslands.

Arnar var í gær ráðinn landsliðsþjálfari og ræddi við fjölmiðla í dag. Hann tekur við landsliðinu eftir að hafa gert magnaða hluti með Víkinga síðustu árin.

„Ég er stoltur og mjög ánægður að skilja við Víkingana í frábærri stöðu... eftir að maður er búinn að pæla í öllum þessum sorgarferlum þá er þetta ótrúlegt stolt að hafa verið valinn í þessu ferli á milli mjög hæfra þjálfara og að vera treyst fyrir þessu verkefni sem er mjög mikilvægt."

„Það gæti vel verið að ég hafi farið aðeins yfir strikið þegar ég sagði að þetta væri mikilvægasta ráðning í sögu fótboltans. En í mínum huga er þetta ekker flóknara en það. Þetta er gríðarlega mikilvæg ráðning sem mér er treyst fyrir. Og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að axla þessari ábyrgð."

Arnar er að stíga inn í stærsta starfið í íslenskum fótbolta og hann er spenntur fyrir því. Það er mikil pressa sem fylgir starfinu.

„Það hafa margir skoðanir og margir vilja velja Jón en ekki Sigga. Það er bara af hinu góða. Ég var einn af þessum gaurum sem var alltaf að gagnrýna landsliðið og hrósa þegar við átti. Ég þekki þann vinkil mjög vel. Til að vera landsliðsþjálfari þarftu að takast á við þetta og skilja sjónarmið allra. En á endanum er það þinn haus að veði. Það er þú sem þarft að taka ákvarðanir. Ég er minn eigin herra og mun taka þær ákvarðanir sem eru bestar til að vinna fótboltaleiki," sagði Arnar.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner