Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   fim 16. janúar 2025 15:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari.
Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er ótrúlega ljúf en að sama skapi smá sorg. Engin eftirsjá, en smá sorg að yfirgefa mína Víkinga," sagði Arnar Gunnlaugsson í fyrsta viðtali sínu við Fótbolta.net sem landsliðsþjálfari Íslands.

Arnar var í gær ráðinn landsliðsþjálfari og ræddi við fjölmiðla í dag. Hann tekur við landsliðinu eftir að hafa gert magnaða hluti með Víkinga síðustu árin.

„Ég er stoltur og mjög ánægður að skilja við Víkingana í frábærri stöðu... eftir að maður er búinn að pæla í öllum þessum sorgarferlum þá er þetta ótrúlegt stolt að hafa verið valinn í þessu ferli á milli mjög hæfra þjálfara og að vera treyst fyrir þessu verkefni sem er mjög mikilvægt."

„Það gæti vel verið að ég hafi farið aðeins yfir strikið þegar ég sagði að þetta væri mikilvægasta ráðning í sögu fótboltans. En í mínum huga er þetta ekker flóknara en það. Þetta er gríðarlega mikilvæg ráðning sem mér er treyst fyrir. Og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að axla þessari ábyrgð."

Arnar er að stíga inn í stærsta starfið í íslenskum fótbolta og hann er spenntur fyrir því. Það er mikil pressa sem fylgir starfinu.

„Það hafa margir skoðanir og margir vilja velja Jón en ekki Sigga. Það er bara af hinu góða. Ég var einn af þessum gaurum sem var alltaf að gagnrýna landsliðið og hrósa þegar við átti. Ég þekki þann vinkil mjög vel. Til að vera landsliðsþjálfari þarftu að takast á við þetta og skilja sjónarmið allra. En á endanum er það þinn haus að veði. Það er þú sem þarft að taka ákvarðanir. Ég er minn eigin herra og mun taka þær ákvarðanir sem eru bestar til að vinna fótboltaleiki," sagði Arnar.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner