Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 16. janúar 2025 15:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari.
Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er ótrúlega ljúf en að sama skapi smá sorg. Engin eftirsjá, en smá sorg að yfirgefa mína Víkinga," sagði Arnar Gunnlaugsson í fyrsta viðtali sínu við Fótbolta.net sem landsliðsþjálfari Íslands.

Arnar var í gær ráðinn landsliðsþjálfari og ræddi við fjölmiðla í dag. Hann tekur við landsliðinu eftir að hafa gert magnaða hluti með Víkinga síðustu árin.

„Ég er stoltur og mjög ánægður að skilja við Víkingana í frábærri stöðu... eftir að maður er búinn að pæla í öllum þessum sorgarferlum þá er þetta ótrúlegt stolt að hafa verið valinn í þessu ferli á milli mjög hæfra þjálfara og að vera treyst fyrir þessu verkefni sem er mjög mikilvægt."

„Það gæti vel verið að ég hafi farið aðeins yfir strikið þegar ég sagði að þetta væri mikilvægasta ráðning í sögu fótboltans. En í mínum huga er þetta ekker flóknara en það. Þetta er gríðarlega mikilvæg ráðning sem mér er treyst fyrir. Og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að axla þessari ábyrgð."

Arnar er að stíga inn í stærsta starfið í íslenskum fótbolta og hann er spenntur fyrir því. Það er mikil pressa sem fylgir starfinu.

„Það hafa margir skoðanir og margir vilja velja Jón en ekki Sigga. Það er bara af hinu góða. Ég var einn af þessum gaurum sem var alltaf að gagnrýna landsliðið og hrósa þegar við átti. Ég þekki þann vinkil mjög vel. Til að vera landsliðsþjálfari þarftu að takast á við þetta og skilja sjónarmið allra. En á endanum er það þinn haus að veði. Það er þú sem þarft að taka ákvarðanir. Ég er minn eigin herra og mun taka þær ákvarðanir sem eru bestar til að vinna fótboltaleiki," sagði Arnar.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner