Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fim 16. janúar 2025 15:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari.
Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er ótrúlega ljúf en að sama skapi smá sorg. Engin eftirsjá, en smá sorg að yfirgefa mína Víkinga," sagði Arnar Gunnlaugsson í fyrsta viðtali sínu við Fótbolta.net sem landsliðsþjálfari Íslands.

Arnar var í gær ráðinn landsliðsþjálfari og ræddi við fjölmiðla í dag. Hann tekur við landsliðinu eftir að hafa gert magnaða hluti með Víkinga síðustu árin.

„Ég er stoltur og mjög ánægður að skilja við Víkingana í frábærri stöðu... eftir að maður er búinn að pæla í öllum þessum sorgarferlum þá er þetta ótrúlegt stolt að hafa verið valinn í þessu ferli á milli mjög hæfra þjálfara og að vera treyst fyrir þessu verkefni sem er mjög mikilvægt."

„Það gæti vel verið að ég hafi farið aðeins yfir strikið þegar ég sagði að þetta væri mikilvægasta ráðning í sögu fótboltans. En í mínum huga er þetta ekker flóknara en það. Þetta er gríðarlega mikilvæg ráðning sem mér er treyst fyrir. Og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að axla þessari ábyrgð."

Arnar er að stíga inn í stærsta starfið í íslenskum fótbolta og hann er spenntur fyrir því. Það er mikil pressa sem fylgir starfinu.

„Það hafa margir skoðanir og margir vilja velja Jón en ekki Sigga. Það er bara af hinu góða. Ég var einn af þessum gaurum sem var alltaf að gagnrýna landsliðið og hrósa þegar við átti. Ég þekki þann vinkil mjög vel. Til að vera landsliðsþjálfari þarftu að takast á við þetta og skilja sjónarmið allra. En á endanum er það þinn haus að veði. Það er þú sem þarft að taka ákvarðanir. Ég er minn eigin herra og mun taka þær ákvarðanir sem eru bestar til að vinna fótboltaleiki," sagði Arnar.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir