Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 16. janúar 2025 15:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari.
Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er ótrúlega ljúf en að sama skapi smá sorg. Engin eftirsjá, en smá sorg að yfirgefa mína Víkinga," sagði Arnar Gunnlaugsson í fyrsta viðtali sínu við Fótbolta.net sem landsliðsþjálfari Íslands.

Arnar var í gær ráðinn landsliðsþjálfari og ræddi við fjölmiðla í dag. Hann tekur við landsliðinu eftir að hafa gert magnaða hluti með Víkinga síðustu árin.

„Ég er stoltur og mjög ánægður að skilja við Víkingana í frábærri stöðu... eftir að maður er búinn að pæla í öllum þessum sorgarferlum þá er þetta ótrúlegt stolt að hafa verið valinn í þessu ferli á milli mjög hæfra þjálfara og að vera treyst fyrir þessu verkefni sem er mjög mikilvægt."

„Það gæti vel verið að ég hafi farið aðeins yfir strikið þegar ég sagði að þetta væri mikilvægasta ráðning í sögu fótboltans. En í mínum huga er þetta ekker flóknara en það. Þetta er gríðarlega mikilvæg ráðning sem mér er treyst fyrir. Og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að axla þessari ábyrgð."

Arnar er að stíga inn í stærsta starfið í íslenskum fótbolta og hann er spenntur fyrir því. Það er mikil pressa sem fylgir starfinu.

„Það hafa margir skoðanir og margir vilja velja Jón en ekki Sigga. Það er bara af hinu góða. Ég var einn af þessum gaurum sem var alltaf að gagnrýna landsliðið og hrósa þegar við átti. Ég þekki þann vinkil mjög vel. Til að vera landsliðsþjálfari þarftu að takast á við þetta og skilja sjónarmið allra. En á endanum er það þinn haus að veði. Það er þú sem þarft að taka ákvarðanir. Ég er minn eigin herra og mun taka þær ákvarðanir sem eru bestar til að vinna fótboltaleiki," sagði Arnar.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner